Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 17. ágúst 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ugochukwu til Southampton á láni frá Chelsea (Staðfest)

Southampton hefur fengið franska miðjumanninn Lesley Ugochukwu á láni frá Chelsea fyrir átökin í úrvalsdeildinni.


Ugochukwu er tvítugur miðjumaður sem gekk til liðs við Chelsea frá Rennes síðasta sumar.

Hann kom við sögu í 15 leikjum með Chelsea á síðustu leiktíð, þar af 12 í úrvalsdeildinni en Chelsea vinnur hörðum höndum að losa sig við leikmenn þar sem hópurinn er orðinn ansi stór.

„Ég er mjög ánægður, Southampton er með mikla sögu. Margir frábærir leikmenn hafa komið og spilað fyrir Southampton svo ég er mjög ánægður að vera hluti af liðinu núna," sagði Ugochukwu.

„Þetta var auðveld ákvörðun. Þeir voru að komast aftur í úrvalsdeildina, þegar ég heyrði af áhuga Southampton og spjallaði við stjórann sagði ég: 'Ég verð að koma hingað'."


Athugasemdir
banner
banner
banner