Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 17. ágúst 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vall átt frábært tímabil og framlengir við ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Johannes Vall hefur framlengt samning sinn við ÍA út tímabilið 2026.


Vall er 31 árs gamall sænskur vinstri bakvörður en hann kom fyrst hingað til lands árið 2021 til að spila með Val en gekk til liðs við ÍA árið eftir.

Hann hefur verið sterkur í liði ÍA í sumar sem situr í 4. sæti Bestu deildarinnar.

Vall hefur spilað 98 leiki á Íslandi en þar af eru þeir 78 talsins í gulu treyjunni.


Athugasemdir
banner
banner