þri 17. september 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Birmingham sektað eftir árásina á Grealish
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur sektað Birmingham um 42,500 pund (6,5 milljónir króna) fyrir atvik í grannaslag liðsins gegn Aston Villa á síðasta tímabili.

Um er að ræða atvik í leik í mars síðastliðnum þar sem Paul Mitchell, stuðningsmaður Birmingham, hljóp inn á og sló Grealish.

Leikmenn liðanna náðu síðan að yfirbuga Mitchell og öryggisverðir hentu honum af velli.

Mitchell var dæmdur í fjórtán vikna fangelsi fyrir árásina og Birmingham hefur nú verið sektað.

Hér að neðan má sjá atvikið.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner