Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. september 2021 19:00
Victor Pálsson
KV bætir umgjörðina fyrir stórleikinn
Mynd: KV
Það er gríðarleg spenna í 2. deild karla á morgun þegar síðasta umferð deildarinnar fer fram á þessu ári.

Tvö lið geta tryggt sér sæti í Lengjudeildinni í þessari umferð en það eru KV og Völsungur.

KV er fyrir leikinn með 38 stig í öðru sæti deildarinnar og er Völsungur sæti neðar með 37.

KV spilar við Þrótt Vogum í lokaumferðinni á heimavelli en Þróttur er búið að tryggja sig upp og er á toppnum með 42 stig.

Völsungur spilar á sama tíma við Njarðvík á útivelli og getur komist upp en þarf að treysta á að KV tapi stigum gegn toppliðinu.

KV hefur bætt umgjörðina á heimavelli sínum fyrir leikinn og verður til að mynda boðið upp á pizzu og bjór í félagsheimilinu.

Þá er búið að smella upp áhorfendapöllum við hliðarlínuna í von um að flestir sjái sér fært að mæta á völlinn og styðja liðið.



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner