Dwight McNeil og Vitalii Mykolenko eru í fyrsta sinn í byrjunarliði Everton á þessari leiktíð þegar liðið fær Arsenal í heimsókn í dag.
Þá er Dominic Calvert-Lewin í hópnum og byrjar á bekknum.
Það vekur athygli að David Raya er í byrjunarliði Arsenal en hann gekk til liðs við félagið í sumar frá Brentford.
Kai Havertz hefur ekki byrjað ferilinn vel hjá Arsenal og er á bekknum í dag. Fabio Vieira komur inn í liðið í hans stað.
Everton: Pickford, Young, Tarkowski, Branthwaite, Mykolenko, Onana, Doucoure, Gueye, Danjuma, Beto, McNeil.
Arsenal: Raya, White, Saliba, Gabriel, Zinchenko, Rice, Odegaard, Vieira, Saka, Martinelli, Nketiah.
Athugasemdir