Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   sun 17. september 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Láki um framtíðina: Þurfum að setjast niður og sjá hvort við séum með sömu pælingar
Þorlákur Árnason
Þorlákur Árnason
Mynd: Raggi Óla
Ekki er víst hvort Þorlákur Árnason verði áfram þjálfari Þórs á næsta tímabili en hann á eftir að setjast niður með stjórninni og fara yfir málin.

Þórsarar björguðu sér frá falli í lokaumferð Lengjudeildarinnar og hafnaði í 7. sæti deildarinnar.

Liðið missir Bjarna Guðjón Brynjólfsson aftur til Val og þá verða eflaust einhverjar breytingar á hópnum en hann segir að nú verði að stokka spilin upp.

„Það er núna þessi uppbyggingartími sem við höfum staðið í og spilað á mjög ungum leikmönnum síðustu tvö ár. Bjarni er að fara og Ingimar, Kristófer, Aron Ingi, Ragnar og fleiri eru annað hvort lykilmenn í liðinu eða þurfa að vera það. Það er svolítið bil í næstu ungu leikmenn og þá held ég að við þurfum aðeins að stokka upp spilin,“ sagði Láki við Fótbolta.net.

Hann var spurður út hans framtíð og mun hann fyrst setjast niður með stjórnarmönnum Þórs og sjá hvort báðir aðilar séu á sömu blaðsíðu.

Láki er samningsbundinn Þór út næsta tímabil.

„Það er fyrsta mál að setjast niður og sjá hvort ég og stjórn séum með sömu pælingar. Það er ekkert víst að það sé, en það er fyrsta mál og fara yfir hvað við getum gert betur. Við viljum vera ofar í deildinni, það er engin spurning, en miðað við hvernig sumarið þróaðist er ég sáttur á endanum við að lenda í sjöunda sæti, svona miðað við allt sem við erum búnir að ganga í gegnum,“ sagði hann í lokin.
Láki var hræddur um að falla - „Valsmenn að fá frábæran leikmann"
Athugasemdir
banner
banner
banner