Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur)
Gísli Gottskálk Þórðarson miðjumaður Víkings varð tvítugur á fimmtudaginn, skoraði og lagði upp í 3-0 sigri gegn KR á föstudag og átt svo einnig mjög góðan leik í 6-0 sigri gegn Fylki í kvöld.
Hann er leikmaður 22. umferðar Bestu deildarinnar og þar blöndum við saman sigrunum í Vesturbæ og Árbæ.
„Gísli búinn að vera einn besti leikmaður Víkinga í sumar. Ótrúlega góður í dag á miðsvæðinu og átti þessa sendingu í seinasta markinu sem var ótrúleg," skrifaði Sölvi Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu eftir leikinn gegn Fylki í kvöld.
Hann er leikmaður 22. umferðar Bestu deildarinnar og þar blöndum við saman sigrunum í Vesturbæ og Árbæ.
„Gísli búinn að vera einn besti leikmaður Víkinga í sumar. Ótrúlega góður í dag á miðsvæðinu og átti þessa sendingu í seinasta markinu sem var ótrúleg," skrifaði Sölvi Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu eftir leikinn gegn Fylki í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 6 Víkingur R.
Gísli hélt sannkallaða sýningu í fyrri hálfleik gegn KR síðasta föstudag, og KR-ingar áttu engin svör gegn honum. Hann hefur tekið á sig aukna ábyrgð eftir meiðsli Pablo Punyed og gert það gríðarlega vel.
Víkingur er á toppnum og tryggði sér þar með heimaleikjarétt í lokaumferð úrslitakeppninnar, í leiknum gegn Breiðabliki sem gæti orðið hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn.
Sterkustu leikmenn:
21. umferð - Benoný Breki Andrésson (KR)
20. umferð - Björn Daníel Sverrisson (FH)
19. umferð - Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
18. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
17. umferð - Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur)
16. umferð - Ólafur Íshólm Ólafsson (Fram)
15. umferð - Benjamin Stokke (Breiðablik)
14. umferð - Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
13. umferð - Johannes Vall (ÍA)
12. umferð - Danijel Djuric (Víkingur)
11. umferð - Daníel Hafsteinsson (KA)
10. umferð - Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
7. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir