Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   mán 16. september 2024 10:54
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Ánægður að sjá Gísla og Viktor stíga upp eftir meiðsli Pablo
Gísli Gottskálk Þórðarson hefur tekið við aukinni ábyrgð í Víkingsliðinu.
Gísli Gottskálk Þórðarson hefur tekið við aukinni ábyrgð í Víkingsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Gottskálk Þórðarson fór á kostum í 3-0 útisigri Víkings gegn KR á föstudaginn. Tómas Þór Þórðarson talaði um í útvarpsþættinum Fótbolti.net að Gísli hefði tekið yfir eitt stærsta hlutverk í íslenskum fótbolta miðað við gæði forrennara síns, Pablo Punyed.

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var á línunni í þættinum og talaði um að Gísli hefði stigið vel upp þegar Pablo meiddist illa.

„Hann hefur alltaf haft alla þessa fótboltahæfileika, það tók sinn tíma að ná fitness og þess háttar. Það er gaman að hann var byrjaður að spila með Pablo áður en hann meiðist, þeir spiluðu saman Evrópuleikinn þegar Pablo sleit krossbandið. Það er aukin ábyrgð hjá honum," segir Arnar og hrósar einnig hinum fjölhæfa Viktori Örlygi Andrasyni.

„Hann hefur verið hrikalega öflugur. Hann lenti í erfiðum meiðslum í vetur. Karlanginn gerir alltaf það fagmannlega þegar ég bið hann um að gera eitthvað fyrir mig."

Breiðablik endurheimti toppsæti Bestu deildarinnar í gær en Víkingur getur komist aftur á toppinn í kvöld, þegar liðið mætir Fylki.
Útvarpsþátturinn - Kennslustund á Meistaravöllum
Athugasemdir
banner
banner
banner