Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður Selfoss, getur ekki leikið með Íslandi gegn Svíþjóð þann 27. október.
Dagný er meidd en inn í hennar stað kemur hennar fyrrum liðsfélagi í liði Selfoss, Hólmfríður Magnúsdóttir. Hólmfríður lék með Selfossi fyrri hluta sumars en skipti yfir til Avaldsnes í Noregi í sumarglugganum.
Dagný er meidd en inn í hennar stað kemur hennar fyrrum liðsfélagi í liði Selfoss, Hólmfríður Magnúsdóttir. Hólmfríður lék með Selfossi fyrri hluta sumars en skipti yfir til Avaldsnes í Noregi í sumarglugganum.
Hólmfríður hefur leikið 112 landsleiki og skorað 37 mörk.
Leikur Íslands og Svíþjóðar fer fram á Gamla Ullevi í Gautaborg. Leikurinn er úrslitaleikur í undankeppni fyrir EM þar sem liðin eru efst og jöfn í riðlinum með þrettán stig eftir fimm leiki.
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
Athugasemdir



