Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 17. október 2021 19:24
Victor Pálsson
Tveir leikmenn viðurkenndu mistök dómarans
Mynd: Getty Images
Tveir leikmenn Celtic viðurkenndu það í gær að Motherwell hefði átt að fá vítaspyrnu í leik liðanna í skosku úrvalsdeildinni.

Motherwell tapaði leiknum 2-0 á heimavelli en vildi fá vítaspyrnu í seinni hálfleik er boltinn fór í hönd varnarmannsins Boli Bolingoli innan teigs.

Kevin van Veen, framherji Motherwell, var brjálaður eftir lokaflautið en hann fékk það viðurkennt frá Bolingoli og Cameron Carter-Vickers að dómarinn hafi gert mistök.

Það var Chris Fordyce sem sá um að dæma þennan leik en hann tók við af Wilie Collum fyrr í leiknum sem fór meiddur af velli.

„Hann sagði við nokkra af okkar leikmönnum að þetta hafi átt að vera víti. Ég ræddi líka við hinn miðvörðinn (Cameron Carter-Vickers) sem sagði þetta vera víti. Ég var sammála, ég sá þetta með eigin augum,“ sagði Van Veen.

„Þetta var 100 prósent vítaspyrna. Kayne Woolery tók innkast, ég tók boltann á kassann og svo var hann kýldur burt. Þetta var 100 prósent víti.“

„Því miður þá fáum við þetta ekki og á góðum tíma til að fá vítið. Ef við hefðum náð að minnka muninn í 2-1 og svo sparkað boltanum fram, hver veit hvað hefði gerst?“

Athugasemdir
banner
banner
banner