Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   mið 15. október 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Baleba ekki til sölu í janúar
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Brighton hefur ekki áhuga á því að selja miðjumanninn sinn Carlos Baleba í janúarglugganum.

Manchester United hefur áhuga á leikmanninum en þarf að bíða til næsta sumars til að kaupa hann. Brighton ætlar að hafna tilboðum sem berast í janúar.

Baleba er 21 árs gamall og sinnir lykilhlutverki hjá Brighton eftir að félagið keypti hann fyrir um 30 milljónir evra fyrir rúmlega tveimur árum síðan.

Rauðu djöflarnir vildu kaupa hann síðasta sumar en Brighton var ekki reiðubúið til að selja hann með neinum afslætti og fór fram á 120 milljónir evra, eða um 105 milljónir punda, til að selja hann.

Baleba rennur út á samningi 2028 og gæti því verið seldur næsta sumar, fyrir rétta upphæð.

Það er í forgangi hjá Man Utd að kaupa inn nýja miðjumenn næsta sumar eftir að hafa styrkt sóknarlínuna til muna síðasta sumar.

United er hrifið af Baleba og Elliot Anderson sem mögulegum arftökum fyrir Casemiro á miðju byrjunarliðsins.

   10.10.2025 09:00
Man Utd einbeitir sér að miðjumanni næsta sumar

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner
banner