Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   lau 18. janúar 2020 13:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ingvar Jóns: Meira spennandi að koma í Víking en vera áfram erlendis
Ingvar Jónsson er mættur í Víkings treyjuna.
Ingvar Jónsson er mættur í Víkings treyjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búin að vera ákveðin óvissa í nokkra mánuði hvar ég verð og ég hef gefið mér góðan tíma í að taka ákvörðunina. Ég er mjög sáttur að þetta sé komið og mjög spenntur að byrja," sagði Ingvar Jónsson markvörðurinn við Fótbolta.net í dag.

Hann hafði þá gengið frá þriggja ára samningi við bikarmeistara Víkings. Hann yfirgaf Stjörnuna árið 2014 og hefur síðan verið í atvinnumennsku.

„Atvinnuennskan byrjaði brösulega þegar ég fór á lán til Start. Svo var ég mjög ánægður með tímann hjá Sandefjord þar sem ég var í tvö og hálft ár og fór upp um deild og átti gott tímabil í efstu deild Noregs. Á síðasta árinu mínu lenti ég svo í erfiðum meiðsli, var lengi frá. Svo klikkaði Danmerkur ævintýrið á einu stigi í lokaumferðinni. Það þarf ákveðna heppni í þessu en þetta var mikil reynsla fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég naut mín í þessi fimm ár."

Ingvar er orðinn þrítugur og segist ekki vera að hugsa um að fara aftur í atvinnumennsku.

„Það er erfiður markaður úti að komast í gott félag þar sem maður fær að spila. Mér fannst meira spennandi að koma í Víking og vera að berjast í toppbaráttu og Evrópukeppni og vera í lykilhlutverki í flottu félagi. Hugur minn er ekki erlendis núna."

Ingvar hefur verið viðloðandi landsliðið og hafði verið orðaður við önnur félög, en hvað var meira spennandi við Víking á þessum tímapunkti?

„Það er margt spennandi í gangi hérna. Arnar Gunnlaugsson og allt þjálfarateymið er mjög spennandi og það er metnaðarfull stjórn hérna. Maður finnur að fólk vill árangur og taka skrefið lengra. Þeir áttu frábært sumar í fyrra og vilja byggja ofan á það og gera enn betur. Það eru líka reynslumiklir menn í liðinu og mikið af ungum leikmönnum sem er gaman að taka þátt í að hjálpa að ná enn lengra."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir