Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Þróttara: „Ég vildi spila meira"
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Búin að vera erfiður kafli og lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Gaf okkur blóð á tennurnar að ýta þeim neðar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   lau 18. janúar 2020 13:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ingvar Jóns: Meira spennandi að koma í Víking en vera áfram erlendis
Ingvar Jónsson er mættur í Víkings treyjuna.
Ingvar Jónsson er mættur í Víkings treyjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búin að vera ákveðin óvissa í nokkra mánuði hvar ég verð og ég hef gefið mér góðan tíma í að taka ákvörðunina. Ég er mjög sáttur að þetta sé komið og mjög spenntur að byrja," sagði Ingvar Jónsson markvörðurinn við Fótbolta.net í dag.

Hann hafði þá gengið frá þriggja ára samningi við bikarmeistara Víkings. Hann yfirgaf Stjörnuna árið 2014 og hefur síðan verið í atvinnumennsku.

„Atvinnuennskan byrjaði brösulega þegar ég fór á lán til Start. Svo var ég mjög ánægður með tímann hjá Sandefjord þar sem ég var í tvö og hálft ár og fór upp um deild og átti gott tímabil í efstu deild Noregs. Á síðasta árinu mínu lenti ég svo í erfiðum meiðsli, var lengi frá. Svo klikkaði Danmerkur ævintýrið á einu stigi í lokaumferðinni. Það þarf ákveðna heppni í þessu en þetta var mikil reynsla fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég naut mín í þessi fimm ár."

Ingvar er orðinn þrítugur og segist ekki vera að hugsa um að fara aftur í atvinnumennsku.

„Það er erfiður markaður úti að komast í gott félag þar sem maður fær að spila. Mér fannst meira spennandi að koma í Víking og vera að berjast í toppbaráttu og Evrópukeppni og vera í lykilhlutverki í flottu félagi. Hugur minn er ekki erlendis núna."

Ingvar hefur verið viðloðandi landsliðið og hafði verið orðaður við önnur félög, en hvað var meira spennandi við Víking á þessum tímapunkti?

„Það er margt spennandi í gangi hérna. Arnar Gunnlaugsson og allt þjálfarateymið er mjög spennandi og það er metnaðarfull stjórn hérna. Maður finnur að fólk vill árangur og taka skrefið lengra. Þeir áttu frábært sumar í fyrra og vilja byggja ofan á það og gera enn betur. Það eru líka reynslumiklir menn í liðinu og mikið af ungum leikmönnum sem er gaman að taka þátt í að hjálpa að ná enn lengra."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner