Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 18. janúar 2020 13:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ingvar Jóns: Meira spennandi að koma í Víking en vera áfram erlendis
Ingvar Jónsson er mættur í Víkings treyjuna.
Ingvar Jónsson er mættur í Víkings treyjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búin að vera ákveðin óvissa í nokkra mánuði hvar ég verð og ég hef gefið mér góðan tíma í að taka ákvörðunina. Ég er mjög sáttur að þetta sé komið og mjög spenntur að byrja," sagði Ingvar Jónsson markvörðurinn við Fótbolta.net í dag.

Hann hafði þá gengið frá þriggja ára samningi við bikarmeistara Víkings. Hann yfirgaf Stjörnuna árið 2014 og hefur síðan verið í atvinnumennsku.

„Atvinnuennskan byrjaði brösulega þegar ég fór á lán til Start. Svo var ég mjög ánægður með tímann hjá Sandefjord þar sem ég var í tvö og hálft ár og fór upp um deild og átti gott tímabil í efstu deild Noregs. Á síðasta árinu mínu lenti ég svo í erfiðum meiðsli, var lengi frá. Svo klikkaði Danmerkur ævintýrið á einu stigi í lokaumferðinni. Það þarf ákveðna heppni í þessu en þetta var mikil reynsla fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég naut mín í þessi fimm ár."

Ingvar er orðinn þrítugur og segist ekki vera að hugsa um að fara aftur í atvinnumennsku.

„Það er erfiður markaður úti að komast í gott félag þar sem maður fær að spila. Mér fannst meira spennandi að koma í Víking og vera að berjast í toppbaráttu og Evrópukeppni og vera í lykilhlutverki í flottu félagi. Hugur minn er ekki erlendis núna."

Ingvar hefur verið viðloðandi landsliðið og hafði verið orðaður við önnur félög, en hvað var meira spennandi við Víking á þessum tímapunkti?

„Það er margt spennandi í gangi hérna. Arnar Gunnlaugsson og allt þjálfarateymið er mjög spennandi og það er metnaðarfull stjórn hérna. Maður finnur að fólk vill árangur og taka skrefið lengra. Þeir áttu frábært sumar í fyrra og vilja byggja ofan á það og gera enn betur. Það eru líka reynslumiklir menn í liðinu og mikið af ungum leikmönnum sem er gaman að taka þátt í að hjálpa að ná enn lengra."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir