Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 18. janúar 2020 13:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ingvar Jóns: Meira spennandi að koma í Víking en vera áfram erlendis
Ingvar Jónsson er mættur í Víkings treyjuna.
Ingvar Jónsson er mættur í Víkings treyjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búin að vera ákveðin óvissa í nokkra mánuði hvar ég verð og ég hef gefið mér góðan tíma í að taka ákvörðunina. Ég er mjög sáttur að þetta sé komið og mjög spenntur að byrja," sagði Ingvar Jónsson markvörðurinn við Fótbolta.net í dag.

Hann hafði þá gengið frá þriggja ára samningi við bikarmeistara Víkings. Hann yfirgaf Stjörnuna árið 2014 og hefur síðan verið í atvinnumennsku.

„Atvinnuennskan byrjaði brösulega þegar ég fór á lán til Start. Svo var ég mjög ánægður með tímann hjá Sandefjord þar sem ég var í tvö og hálft ár og fór upp um deild og átti gott tímabil í efstu deild Noregs. Á síðasta árinu mínu lenti ég svo í erfiðum meiðsli, var lengi frá. Svo klikkaði Danmerkur ævintýrið á einu stigi í lokaumferðinni. Það þarf ákveðna heppni í þessu en þetta var mikil reynsla fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég naut mín í þessi fimm ár."

Ingvar er orðinn þrítugur og segist ekki vera að hugsa um að fara aftur í atvinnumennsku.

„Það er erfiður markaður úti að komast í gott félag þar sem maður fær að spila. Mér fannst meira spennandi að koma í Víking og vera að berjast í toppbaráttu og Evrópukeppni og vera í lykilhlutverki í flottu félagi. Hugur minn er ekki erlendis núna."

Ingvar hefur verið viðloðandi landsliðið og hafði verið orðaður við önnur félög, en hvað var meira spennandi við Víking á þessum tímapunkti?

„Það er margt spennandi í gangi hérna. Arnar Gunnlaugsson og allt þjálfarateymið er mjög spennandi og það er metnaðarfull stjórn hérna. Maður finnur að fólk vill árangur og taka skrefið lengra. Þeir áttu frábært sumar í fyrra og vilja byggja ofan á það og gera enn betur. Það eru líka reynslumiklir menn í liðinu og mikið af ungum leikmönnum sem er gaman að taka þátt í að hjálpa að ná enn lengra."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner