Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
   sun 18. febrúar 2024 22:17
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Sögulegur sigur Monza eftir ótrúlegan leik gegn Milan
Mark og stoðsending frá Pulisic nægðu ekki gegn Monza.
Mark og stoðsending frá Pulisic nægðu ekki gegn Monza.
Mynd: EPA
Monza 4 - 2 Milan
1-0 Matteo Pessina ('45, víti)
2-0 Dany Mota ('45+6)
2-1 Olivier Giroud ('64 )
2-2 Christian Pulisic ('88 )
3-2 Lorenzo Colombo ('90 )
4-2 Warren Bondo ('95)
Rautt spjald: Luka Jovic, Milan ('52)

Monza og Milan áttust við í nágrannaslag í lokaleik helgarinnar í efstu deild ítalska boltans og úr varð gríðarlega fjörugur slagur, þar sem sex mörk og rautt spjald litu dagsins ljós.

Staðan var markalaus allt þar til undir lok fyrri hálfleiks, þegar Matteo Pessina kom Monza yfir með marki úr vítaspyrnu. Sex mínútum síðar, í uppbótartíma fyrri hálfleiks, tvöfaldaði Dany Mota forystuna fyrir heimamenn sem leiddu 2-0 í hálfleik.

Monza hefur ekki verið lengi í efstu deild ítalska boltans og hafði tapað þremur leikjum af þremur gegn Milan fyrir viðureignina í dag, en leikmenn liðsins öðluðust aukna trú um að geta breytt sögunni þegar Luka Jovic var rekinn af velli fyrir að löðrunga andstæðing í upphafi síðari hálfleiks.

Tíu leikmenn Milan skiptu um gír eftir rauða spjaldið og sýndu flotta takta, þar sem varamennirnir Christian Pulisic og Olivier Giroud voru drifkrafturinn á bakvið frábæra endurkomu í síðari hálfleik.

Pulisic lagði upp fyrir Giroud og skoraði svo glæsilegt mark sjálfur til að jafna leikinn á 88. mínútu.

Heimamenn í Monza sættu sig ekki við þetta og tókst þeim að skora tvö mörk á dramatískum lokamínútum til að útkljá viðureignina og tryggja sér sögulegan sigur á nágrönnum sínum frá Mílanó.

Monza er átta stigum frá Evrópubaráttunni eftir þennan sigur, á meðan Milan er áfram í þriðja sæti - ellefu stigum á eftir toppliði Inter sem á leik til góða í þokkabót.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 14 9 4 1 22 11 +11 31
2 Napoli 14 10 1 3 22 12 +10 31
3 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Bologna 14 7 4 3 23 12 +11 25
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 14 6 5 3 18 14 +4 23
8 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
9 Cremonese 14 5 5 4 18 17 +1 20
10 Lazio 14 5 4 5 16 11 +5 19
11 Udinese 14 5 3 6 15 22 -7 18
12 Atalanta 14 3 7 4 17 17 0 16
13 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
14 Cagliari 14 3 5 6 14 19 -5 14
15 Genoa 14 3 5 6 15 21 -6 14
16 Parma 14 3 5 6 10 17 -7 14
17 Torino 14 3 5 6 14 26 -12 14
18 Pisa 15 1 7 7 10 20 -10 10
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner