Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. mars 2023 10:20
Aksentije Milisic
„Getum ekki höndlað meira en eina keppni í einu”
Sarri.
Sarri.
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Maurizio Sarri, þjálfari Lazio, var þungur á brún þegar lið hans féll úr leik í Sambandsdeildinni í vikunni en Lazio tapaði báðum leikjum sínum í einvíginu við AZ Alkmaar í sextán liða úrslitunum.


Lazio hóf tímabilið í Evrópudeildinni en var í brasi þar sem endaði með því að liðið féll niður í Sambandsdeildina. Þar gerði liðið heldur engar rósir.

„Við áttum skilið að falla úr leik. Ég var búinn að plana skiptingarnar, við reyndum að vera samkeppnishæfir en einnig að gefa leikmönnum smá pásu sem þurftu á henni að halda,” sagði Sarri en Lazio mætir Roma í borgarslagnum í Róm á morgun.

„Við getum ekki höndlað meira en eina keppni í einu. Ég meina það á allan hátt, breiddin, andlegi þátturinn, líkamlegi. Það er augljóst, í hvert einasta skipti sem við gerum fimm til sex breytingar á liðinu, þá fáum við það í bakið.”

„Við erum ekki klárir í að spila á þessum standard og það þarf að fara í mikla vinnu hérna. Félagið getur bætt sig helling. Við skoruðum fimm mörk á Real Madrid í unglingaboltanum og við eigum efnilega leikmenn sem eru að koma upp, reynum að byrja þaðan.”

Lazio er að berjast um það að ná topp fjórum í deildinni og komast í Meistaradeild Evrópu. En ef að liðið á að geta höndlað það á næsta tímabili þegar það gat ekki höndlað Evrópudeildina og Sambandsdeildina í ár þá þarf mjög mikið að gerast í sumarglugganum hjá félaginu.


Athugasemdir
banner