Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fim 18. apríl 2024 09:08
Elvar Geir Magnússon
„Tap Man City vondar fréttir fyrir Arsenal og Liverpool“
Manchester City féll úr leik í Meistaradeildinni í gær.
Manchester City féll úr leik í Meistaradeildinni í gær.
Mynd: EPA
Manchester City féll úr leik í Meistaradeildinni í gær þegar liðið tapaði í vítaspyrnukeppni á heimavelli sínum gegn Real Madrid.

City sótti mun meira í leiknum en náði aðeins að skora eitt mark eftir að Real Madrid hafði náð forystunni og úrslit réðust á vítapunktinum.

Oliver Holt, yfirmaður íþróttafrétta hjá Daily Mail segir að þessi niðurstaða séu vondar fréttir fyrir Arsenal og Liverpool, keppinauta City um enska meistaratitilinn.

„Draumur City um að vinna þrennuna annað árið í röð er að engu orðinn. Og draumur félagsins um að vera eina liðið fyrir utan Real Madrid til að verja Meistaradeildartitilinn einnig," segir Holt.

„Þetta gætu verið vondar fréttir fyrir Arsenal og Liverpool vegna þess að nú mun City leggja allt kapp á að vinna enska meistaratitilinn fjórða árið í röð."

Liðin eiga sex leiki eftir í deildinni og City er með tveggja stiga forystu á keppinauta sína.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner