Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   fim 18. apríl 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Toney vonast til að fá hærri laun en Bruno Fernandes
Mynd: Getty Images
Í frétt The Sun segir að Ivan Toney vonist til þess að fá hærri laun en Bruno Fernandes ef hann fer til Manchester United í sumar.

Toney hefur verið orðaður frá Brentford í talsverðan tíma og er Man Utd eitt af þeim félögum sem hann hefur verið orðaður við. Arsenal er einnig orðað við framherjann.

Toney er sagður vilja fá um 250 þúsund pund í vikulaun þar sem hann skrifar undir næst og er það 10 þúsund pundum meira en fyrirliði Man Utd er með í dag.

Toney sneri til baka úr banni í janúar og hefur þessi 28 ára gamli enski landsliðsmaður skorað fjögur mörk og lagt upp eitt í þrettán leikjum eftir endurkomu sína.

Í grein The Sun seigr að Mason Mount og Anthony Martial fái í dag 250 þúsund pund í vikulaun.

United vill losa nokkra leikmenn í sumar og gæti með því sparað talsvert í launakostnaði. Casemiro er samkvæmt Sportrac launahæstur hjá United með 350 þúsund pund í vikulaun og Raphael Varane er næst launahæstur með 340 þúsund pund. Þeir eru báðir orðaðir burt frá félaginu.

Marcus Rashford er svo sá þriðji launahæsti með 300 þúsund pund í vikulaun.
Athugasemdir
banner
banner
banner