Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 18. maí 2019 19:12
Ester Ósk Árnadóttir
Gregg: Við vanmátum þá ekki
Gregg var vonsvikinn eftir tap sinna manna í dag.
Gregg var vonsvikinn eftir tap sinna manna í dag.
Mynd: Þór
„Það eru mikill vonbrigði að hafa tapað þessum leik. Við viljum vinna alla heimaleiki," sagði Gregg þjálfari Þórs eftir að lið hans tapaði nokkuð óvænt gegn nýliðum Gróttu á Akureyri í dag.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  3 Grótta

Grótta átti draumabyrjun. Þeir voru komnir 2-0 yfir eftir þrjár mínútur.

„Við vanmátum þá ekki. Við vissum að þeir gætu komið okkur á óvart. Þeir eru með gæði og frábæran þjálfara. Þetta var erfitt strax í upphafi þegar þeir skora tvö mörk á þremur mínútum. Við byrjuðum þennan leik mjög illa og það hefur áhrif á framvindu leiksins."

Vörn Þórs átti í vandræðum með sóknarlínu Gróttu í fyrri hálfleik.

„Vörnin hefur verið mjög góð í fyrstu tveimur leikjunum en þeir áttu slæman leik í dag. Það getur enginn úr varnarlínu sagt að þeir hafi verið að spila vel í dag og það er eitt af því sem veldur mér vonbrigðum."

Þór byrjaði leikinn mjög illa.

„Við verðum að byrja leiki betur. Við getum ekki bara gefið mörk í upphafi leikja. Við verðum líka að stjórna leikjunum betur. Við verðum að vinna alla heimaleiki og því eru það mikill vonbrigði að hafa tapað þessum."

Aron Kristófer kom inn fyrir Dion Gavin í hálfleik og það gaf Þór aukakraft.

„Við breytum um leikkerfi og förum í 3-4-3. Við náum að skora og höfum trú á því að við munum vinna leikinn sem hljómar kannski kjánalega þegar þú ert undir í leiknum. Svo fær Orri rautt spjald og þá verður þetta meiri brekka."

Orri Sigurjónsson fékk rautt spjald á 61 mínútu sem hafði sín áhrif á leikinn.

„Línuvörðurinn sagði að Orri hefði farið með olnbogann í höfuðið á leikmanni Gróttu en Orri neitar því. Ég tel þetta vera ranga ákvörðun."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner