Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   lau 18. maí 2019 19:12
Ester Ósk Árnadóttir
Gregg: Við vanmátum þá ekki
Gregg var vonsvikinn eftir tap sinna manna í dag.
Gregg var vonsvikinn eftir tap sinna manna í dag.
Mynd: Þór
„Það eru mikill vonbrigði að hafa tapað þessum leik. Við viljum vinna alla heimaleiki," sagði Gregg þjálfari Þórs eftir að lið hans tapaði nokkuð óvænt gegn nýliðum Gróttu á Akureyri í dag.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  3 Grótta

Grótta átti draumabyrjun. Þeir voru komnir 2-0 yfir eftir þrjár mínútur.

„Við vanmátum þá ekki. Við vissum að þeir gætu komið okkur á óvart. Þeir eru með gæði og frábæran þjálfara. Þetta var erfitt strax í upphafi þegar þeir skora tvö mörk á þremur mínútum. Við byrjuðum þennan leik mjög illa og það hefur áhrif á framvindu leiksins."

Vörn Þórs átti í vandræðum með sóknarlínu Gróttu í fyrri hálfleik.

„Vörnin hefur verið mjög góð í fyrstu tveimur leikjunum en þeir áttu slæman leik í dag. Það getur enginn úr varnarlínu sagt að þeir hafi verið að spila vel í dag og það er eitt af því sem veldur mér vonbrigðum."

Þór byrjaði leikinn mjög illa.

„Við verðum að byrja leiki betur. Við getum ekki bara gefið mörk í upphafi leikja. Við verðum líka að stjórna leikjunum betur. Við verðum að vinna alla heimaleiki og því eru það mikill vonbrigði að hafa tapað þessum."

Aron Kristófer kom inn fyrir Dion Gavin í hálfleik og það gaf Þór aukakraft.

„Við breytum um leikkerfi og förum í 3-4-3. Við náum að skora og höfum trú á því að við munum vinna leikinn sem hljómar kannski kjánalega þegar þú ert undir í leiknum. Svo fær Orri rautt spjald og þá verður þetta meiri brekka."

Orri Sigurjónsson fékk rautt spjald á 61 mínútu sem hafði sín áhrif á leikinn.

„Línuvörðurinn sagði að Orri hefði farið með olnbogann í höfuðið á leikmanni Gróttu en Orri neitar því. Ég tel þetta vera ranga ákvörðun."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner