Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   lau 18. maí 2019 19:12
Ester Ósk Árnadóttir
Gregg: Við vanmátum þá ekki
Gregg var vonsvikinn eftir tap sinna manna í dag.
Gregg var vonsvikinn eftir tap sinna manna í dag.
Mynd: Þór
„Það eru mikill vonbrigði að hafa tapað þessum leik. Við viljum vinna alla heimaleiki," sagði Gregg þjálfari Þórs eftir að lið hans tapaði nokkuð óvænt gegn nýliðum Gróttu á Akureyri í dag.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  3 Grótta

Grótta átti draumabyrjun. Þeir voru komnir 2-0 yfir eftir þrjár mínútur.

„Við vanmátum þá ekki. Við vissum að þeir gætu komið okkur á óvart. Þeir eru með gæði og frábæran þjálfara. Þetta var erfitt strax í upphafi þegar þeir skora tvö mörk á þremur mínútum. Við byrjuðum þennan leik mjög illa og það hefur áhrif á framvindu leiksins."

Vörn Þórs átti í vandræðum með sóknarlínu Gróttu í fyrri hálfleik.

„Vörnin hefur verið mjög góð í fyrstu tveimur leikjunum en þeir áttu slæman leik í dag. Það getur enginn úr varnarlínu sagt að þeir hafi verið að spila vel í dag og það er eitt af því sem veldur mér vonbrigðum."

Þór byrjaði leikinn mjög illa.

„Við verðum að byrja leiki betur. Við getum ekki bara gefið mörk í upphafi leikja. Við verðum líka að stjórna leikjunum betur. Við verðum að vinna alla heimaleiki og því eru það mikill vonbrigði að hafa tapað þessum."

Aron Kristófer kom inn fyrir Dion Gavin í hálfleik og það gaf Þór aukakraft.

„Við breytum um leikkerfi og förum í 3-4-3. Við náum að skora og höfum trú á því að við munum vinna leikinn sem hljómar kannski kjánalega þegar þú ert undir í leiknum. Svo fær Orri rautt spjald og þá verður þetta meiri brekka."

Orri Sigurjónsson fékk rautt spjald á 61 mínútu sem hafði sín áhrif á leikinn.

„Línuvörðurinn sagði að Orri hefði farið með olnbogann í höfuðið á leikmanni Gróttu en Orri neitar því. Ég tel þetta vera ranga ákvörðun."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner