Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   lau 18. maí 2019 19:12
Ester Ósk Árnadóttir
Gregg: Við vanmátum þá ekki
Gregg var vonsvikinn eftir tap sinna manna í dag.
Gregg var vonsvikinn eftir tap sinna manna í dag.
Mynd: Þór
„Það eru mikill vonbrigði að hafa tapað þessum leik. Við viljum vinna alla heimaleiki," sagði Gregg þjálfari Þórs eftir að lið hans tapaði nokkuð óvænt gegn nýliðum Gróttu á Akureyri í dag.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  3 Grótta

Grótta átti draumabyrjun. Þeir voru komnir 2-0 yfir eftir þrjár mínútur.

„Við vanmátum þá ekki. Við vissum að þeir gætu komið okkur á óvart. Þeir eru með gæði og frábæran þjálfara. Þetta var erfitt strax í upphafi þegar þeir skora tvö mörk á þremur mínútum. Við byrjuðum þennan leik mjög illa og það hefur áhrif á framvindu leiksins."

Vörn Þórs átti í vandræðum með sóknarlínu Gróttu í fyrri hálfleik.

„Vörnin hefur verið mjög góð í fyrstu tveimur leikjunum en þeir áttu slæman leik í dag. Það getur enginn úr varnarlínu sagt að þeir hafi verið að spila vel í dag og það er eitt af því sem veldur mér vonbrigðum."

Þór byrjaði leikinn mjög illa.

„Við verðum að byrja leiki betur. Við getum ekki bara gefið mörk í upphafi leikja. Við verðum líka að stjórna leikjunum betur. Við verðum að vinna alla heimaleiki og því eru það mikill vonbrigði að hafa tapað þessum."

Aron Kristófer kom inn fyrir Dion Gavin í hálfleik og það gaf Þór aukakraft.

„Við breytum um leikkerfi og förum í 3-4-3. Við náum að skora og höfum trú á því að við munum vinna leikinn sem hljómar kannski kjánalega þegar þú ert undir í leiknum. Svo fær Orri rautt spjald og þá verður þetta meiri brekka."

Orri Sigurjónsson fékk rautt spjald á 61 mínútu sem hafði sín áhrif á leikinn.

„Línuvörðurinn sagði að Orri hefði farið með olnbogann í höfuðið á leikmanni Gróttu en Orri neitar því. Ég tel þetta vera ranga ákvörðun."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner