Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 18. maí 2020 17:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: KSÍ 
KSÍ gefur grænt ljós á allt að fimm skiptingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áhorfendur sáu í fyrsta sinn um helgina leyfðar allt að fimm skiptingar í keppnisleik þegar þýski fótboltinn fór af stað.

FIFA tilkynnti þann 8. maí um tímabundna heimild til að leyfa allt að fimm skiptingar í hverjum leik. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að nýta þessa heimild. Þetta þýðir að íslensk félög geta skipt inná allt að fimm leikmönnum í Íslandsmótinu og Mjólkurbikarnum.

Liðin fá að nýta þessar skiptingar á þremur tímapunktum í leiknum. Þ.e. ekki er heimilt að leikur sé stöðvaður oftar en þrisvar til að sama liðið geti gert skiptingu.

Af KSÍ.is
Á fundi stjórnar KSÍ þann 14. maí síðastliðinn var rætt um knattspyrnulögin og tímabundna heimild FIFA til að fjölga skiptingum í efstu deildum. Stjórn KSÍ samþykkti að nýta þessa heimild og hefur skrifstofu KSÍ og Laga- og leikreglnanefnd verið falið að undirbúa nauðsynlegar reglugerðarbreytingar.

FIFA tilkynnti þann 8. maí um tímabundna hemild til þess að leyfa allt að 5 skiptingar í hverjum leik, í mótum sem eru þegar hafin eða hefast á árinu, og lýkur eigi síðar en 31. desember 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner