Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 18. maí 2022 15:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dagný hjá West Ham til 2024 (Staðfest) - „Hæstánægð"
Mynd: West Ham
West Ham tilkynnti í dag að Dagný Brynjarsdóttir yrði áfram leikmaður liðsins en samningur hennar við félagið átti að renna út í sumar.

Nýr samningur Dagnýjar gildir fram á sumarið 2024. Hún gekk í raðir félagsins í upphafi síðasta árs eftir að hafa spilað með Selfossi árin á undan.

Dagný er þrítug og spilar á miðjunni. Hún lék í síðasta mánuði sinn 100. landsleik og eru þeir nú orðnir 101 talsins. Í þeim hefur hún skorað 34 mörk.

Í vetur skoraði hún fjögur mörk þegar West Ham endaði í sjötta sæti ensku ofurdeildarinnar. Þá skoraði hún tvö mörk í enska bikarnum. Alls kom hún við sögu í 28 leikjum í vetur sem var það næstmesta af öllum leikmönnum West Ham.

„Ég er hæstánægð að fá tækifæri til að vera áfram hjá West Ham United. Ég hef notið þess að vera hérna síðasta eitt og hálfa árið og hlakka til að skapa fleiri minningar í vínrauðu og bláu. Mér finnst ég hafa bætt mig sem leikmann síðan ég kom til London. Ég vil halda áfram að bæta mig og vonandi get ég hjálpað liðinu að byggja ofan á það sem við gerðum í vetur," sagði Dagný við undirskrift.

Dagný segist spennt fyrir því að Paul Konchesky sé tekinn við sem þjálfari en á sama tíma sé erfitt að kveðja þá sem eru á förum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner