Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. maí 2022 09:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ísak á ketó"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, skoraði sitt sjöunda mark í sumar þegar hann kom Breiðabliki yfir gegn Víkingi á mánudag. Ísak er markahæsti leikmaður Bestu deildar karla.

Þeir sem horfðu á leik Víkings og Breiðabliks sáu að Ísak lyfti aðeins upp treyjunni sinni þegar hann fagnaði markinu og kleip í húðina á sér.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Þetta var gott fagn hjá honum, kveikti í stuðningsmönnum Breiðabliks. Eftir það tóku þeir yfir stúkuna," sagði Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu.

„Ég held að Blikarnir hafi verið að syngja 'Ísak á ketó'. Fyrst hélt ég að þetta væri einhver 'banter' hjá Víkingum en þá voru þetta bara Blikarnir."

Sjá einnig:
„Var á slæmum stað utan vallar og það hafði áhrif innan vallar"

Við fréttina má sjá myndir sem Hafliði Breiðfjörð tók í Víkinni á mánudag. Hér fyrir neðan má svo sjá markið.

Uppfært 14:00:



Innkastið - Enginn á séns í Blika og fallfnykur í Breiðholti og Eyjum
Athugasemdir
banner
banner