Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 18. júní 2021 14:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM: Svíar fundu leiðina að lokum - Mjög mikilvægur sigur
Mynd: EPA
Svíþjóð 1 - 0 Slóvakía
1-0 Emil Forsberg ('77 , víti)

Svíþjóð vann ansi mikilvægan sigur gegn Slóvakíu er liðin áttust við í fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu.

Svíar eru svo gott sem komnir áfram eftir sigurinn. Þeir gerðu jafntefli við Spán í fyrsta leik sínum á meðan Slóvakar unnu óvæntan sigur á Póllandi.

Fyrri hálfleikurinn var frekar bragðdaufur og í raun aðeins fyrir fótboltanörda - ef svo má segja - að finna eitthvað jákvætt úr honum.

Svíar mættu mjög áræðnir í seinni hálfleikinn og þeir voru óheppnir að ná ekki forystunni fyrr en þeir gerðu. Martin Dubravka var frábær í marki Slóvakíu. Á 77. mínútu tókst Svíum loksins að finna leiðina fram hjá Dubravka en þá skoraði Emil Forsberg af vítapunktinum.

Slóvakar náðu ekki að svara og lokatölur 1-0 fyrir Svíþjóð sem er með fjögur stig á toppi riðilsins. Fjögur stig ættu að vera nóg fyrir Svía til að fara áfram í 16-liða úrslit en það kemur betur í ljós á næstu dögum hvort það dugi. Þeir mæta Pólverjum í lokaumferð riðilsins.

Slóvakar eru með þrjú stig og þeir þurfa líklega stig gegn Spáni til að komast áfram. Þrjú stig gætu mögulega fleytt þeim áfram samt.

Aðrir leikir dagsins:

EM 2020: Riðill D
16:00 Króatía - Tékkland
19:00 England - Skotland


Athugasemdir
banner
banner