Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 18. júní 2021 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Klassískt dæmi um mið­aldra karl­mann sem klæðir sig í myrkri
Mynd: Skjáskot
Ólafur Kristjánsson var í einhverjum vandræðum með bindið sitt þegar hann var sérfræðingur í setti í kringum leiki gærdagsins á EM.

Ólafur var ekki með bindi í upphafi útsendingar en var mættur með bindi seinna í útsendingunni. Gumni Ben, þáttarstjórnandi, spurði Ólaf út í þetta.

„Þarna er verið að vinna pínulítið með blátt í blátt eins og þú sérð Guðmundur. Þetta er klassískt dæmi um það þegar miðaldra karlmaður í tímaþröng milli leikja er að reyna klæða sig, ekki bara í myrkri heldur í spegilslausu herbergi. Hleypur svo inn í útsendingu og enginn segir neitt,“ sagði Ólafur um þetta spaugilega atvik.

Ólafur bar bindið á óhefðbundinn hátt.

„Ég gat sagt þér það líka frá því þetta gerðist hér rétt fyrir klukkan sjö er ég búinn að vera á internetinu. Ég ætlaði að reyna finna einhvern annan sem hefur verið með bindið svona og ég er ekki enn búinn að finna neinn með bindið svona,“ sagði Guðmundur.

Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner