Fyrsti leikur kvöldsins í Bestu deildinni er farinn af stað en það er gríðarlega mikilvæg viðureign Fylkis og Vestra.
Andri Rúnar Bjarnason sóknarmaður Vestra er ekki í leikmannahópnum í kvöld en Davíð Smári Lamude þjálfari liðsins sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn að ástæðan sé sú að hann er veikur.
Andri Rúnar Bjarnason sóknarmaður Vestra er ekki í leikmannahópnum í kvöld en Davíð Smári Lamude þjálfari liðsins sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn að ástæðan sé sú að hann er veikur.
Lestu um leikinn: Fylkir 3 - 2 Vestri
Benedikt Waren er á bekknum en Davíð sagði frá því að hann hefði verið viðstaddur jarðarför í dag og sín ákvörðun hafi verið að láta hann byrja meðal varamanna.
Vestri teflir því fram sama byrjunarliði og vann 4-2 sigur gegn Stjörnunni í síðustu umferð.
Fylkir er í neðsta sæti Bestu deildarinnar með fjögur stig en Vestri er í níunda sæti með tíu stig. Þetta er því heldur betur mikilvægur leikur, sérstaklega fyrir heimamenn.
Kári Snorrason textalýsir leiknum hér á Fótbolta.net.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir