Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   þri 18. júní 2024 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Emil Atlason sóknarmaður Stjörnunnar
Emil Atlason sóknarmaður Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Stjarnan tóku á móti FH á Samsungvellium í Garðabæ þegar 10.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld.

Bæði Þessi lið vonuðust til þess að komast aftur á sigurbraut eftir misgott gengi síðustu umferðir og voru það Stjörnumenn sem höfðu betur í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 FH

„Flottur sigur og gott að ná þessum þrem stigum." Sagði Emil Atlason framherji Stjörnunnar eftir sigurinn í dag.

Stjarnan hafði betur eftir ótrúlegar lokamínútur þar sem þrjú mörk komu í uppbótartíma.

„Þetta var svolítið sérstakt. Er bara mjög pirraður yfir því hvernig við fáum þetta mark á okkur og fyrsta markið líka en miðað við hvernig þessi leikur spilaðist þá var þetta bara sanngjarn sigur." 

FH minnkaði muninn þegar um tvær mínutur voru eftir af uppbótartímanum en Emil Atla svaraði með marki á sömu mínútunni og kýldi FH niður aftur. 

„Það var helvíti ljúft. Ég lýg því ekki en ég er mest svekktur með markið sem að við fáum á okkur en frábært að skora og getað hjálpað liðinu. Frábær sigur í dag." 

Vilhjálmur Alvar dómari leiksins í kvöld leyfði mikið í leiknum og var baráttan og barningurinn mikill. 

„Ég er bara ánægður með 'aggression-ið' hjá okkar liði í dag. Það er kannski það sem er búið að vanta svolítið í síðustu leikjum en ég er bara mjög ánægður með 'aggression-ið' í dag." 

Nánar er rætt við Emil Atlason í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir