Það er gríðarlega spennandi kvöld framundan í íslenska boltanum þar sem fimm leikir fara fram í Bestu deild karla.
Fjörið hefst klukkan 18:00 þegar Fylkir tekur á móti Vestra í neðri hlutanum og hefjast þrír leikir samtímis rúmlegum klukkutíma síðar.
ÍA og Stjarnan eiga þar afar spennandi heimaleiki gegn KR og FH en það eru aðeins þrjú stig sem skilja á milli þessara fjögurra liða á stöðutöflunni. Á sama tíma spilar Fram við HK.
Lokaleikur kvöldsins í Bestu deildinni er jafnframt sá stærsti, þar sem Valur tekur á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Víkings R.
Víkingur trónir á toppinum með 25 stig eftir 10 umferðir en Valur er í þriðja sæti með 21 stig. Bæði lið eru á fleygiferð og hafa nælt sér í þrettán stig úr síðustu fimm umferðum.
Þá má geta þess að einn leikur verður í 32-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins. KV og Vængir Júpiters mætast í leik sem átti upphaflega að vera á morgun en var færður til kvöldsins í kvöld.
Besta-deild karla
18:00 Fylkir-Vestri (Würth völlurinn)
19:15 ÍA-KR (ELKEM völlurinn)
19:15 Stjarnan-FH (Samsungvöllurinn)
19:15 Fram-HK (Lambhagavöllurinn)
20:15 Valur-Víkingur R. (N1-völlurinn Hlíðarenda)
5. deild karla - A-riðill
20:00 Þorlákur-KM (Kórinn - Gervigras)
5. deild karla - B-riðill
20:00 Mídas-Afríka (Víkingsvöllur)
Fótbolti.net bikarinn
19:15 KV-Vængir Júpiters (KR-völlur)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir