Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   sun 16. júní 2024 12:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
'Þú vinnur ekki endilega deildina á því að vinna innbyrðisviðureignirnar milli stórliðanna'
'Þú vinnur ekki endilega deildina á því að vinna innbyrðisviðureignirnar milli stórliðanna'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekroth gæti hafa nefbrotnað gegn Fylki.
Ekroth gæti hafa nefbrotnað gegn Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður Ingvar klár?
Verður Ingvar klár?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er gagnkvæm virðing í gangi á milli okkar'
'Það er gagnkvæm virðing í gangi á milli okkar'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson ræddi við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings, eftir blaðamannafund Vals á föstudag. Framundan er stórleikur Vals og Víkings í Bestu deildinni. Leikurinn fer fram á þriðjudagskvöld.

„Kannski er þetta stærsta leikurinn til þessa, það voru náttúrulega stórir leikir á móti Blikunum, tókum fjögur stig þar. Valsmenn er að koma inn í leikinn á virkilega góðu skriði, búnir að ná vopnum sínum aftur til baka, verið sterkir í deildinni og komnir í undanúrslit í bikar. Bæði lið eru að koma inn í þennan leik í toppformi. Ef við vinnum þá munar sjö stigum á liðunum sem er mjög sterkt, jafntefli væri engin hörmung fyrir liðin, en við munum gera allt sem við getum til að vinna þennan leik," sagði Arnar Gunnlaugsson.

Þrjú lið virðast skera sig úr á toppnum; Valur, Breiðablik og Víkingur.

„Það getur vel verið að það breytist þegar líður á sumarið, en þetta virðast sterkustu liðin í dag. Þú vinnur ekki endilega deildina á því að vinna innbyrðis viðureignirnar milli stórliðanna, það er frekar að klára minni spámennina vel. Upp á egóið, sjálfstraustið og montréttinn þá er auðvitað mikilvægt að vinna þessa stórleiki."

Getur horfið eins og dögg fyrir sólu
Oliver Ekroth fór af velli gegn Fylki á fimmtudagskvöldið og Ingvar Jónsson hefur ekki spilað í síðustu leikjum.

„Ég á von á því að Ingvar verði klár og þrátt fyrir mögulegt nefbrot þá á ég von á því að Ekroth verði klár. Við erum búnir að vera ótrúlega heppnir með meiðsli í sumar, búnir að rúlla mjög vel á hópnum svo menn hafa aldrei lent í einhverjum vöðvameiðslum. Einhverju hluta vegna hefur þetta gengið upp."

„Við erum á toppnum, komnir í undanúrslit í bikar og tölfræðin okkar er mjög góð. Þetta lítur mjög vel út, en að sama skapi, í íþrótt eins og fótbolta, þá getur þetta horfið eins og dögg fyrir sólu ef menn eru ekki með kveikt á sér á þriðjudaginn."


Er Valur eins og Arsenal?
Ef Víkingur er Manchester City og Breiðablik er Liverpool, hvað er þá Valur?

„Góð spurning, ætli Valur sé ekki blanda af báðu? Ef þú hugsar um leikstíl Víkings, það er ákveðið DNA og þegar þú hugsar um Blika þá hugsar þú strax um ákveðið DNA og ákveðnar færslur. Valur kann flesta hluti mjög vel; geta varist í lágri blokk, geta pressað, geta haldið boltanum mjög vel og Valsmönnum líður vel án bolta. Það sem þeir hafa kannski fram yfir flest lið á Íslandi er að þeir eru með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann. Arsenal?"

Öðruvísi dýnamík
Síðustu ár hefur aðalrígurinn í íslenska boltanum verið milli Víkings og Breiðabliks; milli þjálfaranna Arnars Gunnlaugssonar og Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Er þessi rígur að breytast yfir í Arnar Gunnlaugs á móti Arnari Grétars, þjálfara Vals?

„Ekki kannski varðandi lætin utan vallar. Við viljum báðir vinna fyrir klúbbana okkar, Arnar hefur átt frábæran feril; sem leikmaður, yfirmaður fótboltamála og svo núna þjálfari. Ég er búinn að þekkja hann frá því að hann var lítill polli, við mættumst í yngri flokkunum í gamla daga. Það er gagnkvæm virðing í gangi á milli okkar, sem mun líka alltaf vera milli mín og Óskars, en það voru bara einhvern veginn skemmtileg læti fyrir utan leikina þegar við vorum við stjórnvölinn. Ég held að allir hafi haft gaman af, ég og Óskar meðtaldir."

„Það eru öðruvísi karakterar við stjórnvölinn hjá Val. Það er ekki þar með sagt að það sé óáhugaverðara, heldur bara öðruvísi dýnamík í gangi,"
sagði Arnar Gunnlaugsson.

Leikur Vals og Víkings fer fram á N1 vellinum á þriðjudagskvöldið. Leikurinn hefst klukkan 20:15.
Athugasemdir
banner
banner