Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 18. júní 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu öll mörkin á EM - Rúmeni með mark mótsins til þessa
Stanciu skoraði glæsilegt mark fyrir Rúmena.
Stanciu skoraði glæsilegt mark fyrir Rúmena.
Mynd: EPA
Það er líf og fjör í Þýskalandi þar sem Evrópumótið er í fullum gangi. Fjórir leikdagar eru að baki og nokkur glæsileg mörk hafa litið dagsins ljós, óvænt úrslit og umdeild atvik.

RÚV sýnir alla leiki mótsins og birtir mörkin á samfélagsmiðlinum X. Mörkin eru svo sett inn í úrslitafréttir Fótbolta.net eftir að þau hafa verið birt og má nálgast allar þær fréttir hér.

1. umferð riðlakeppninnar lýkur í dag þegar Tyrkland leikur gegn Georgíu klukkan 16 og Portúgal leikur gegn Tékklandi klukkan 19. Liðin eru í F-riðli.
Athugasemdir
banner
banner
banner