Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   fim 18. júlí 2024 22:31
Haraldur Örn Haraldsson
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Norður-Makedónska liðið GFK Tikves 3-1 og þar af leiðandi 5-4 í einvíginu.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Tikves

„Þetta var ekki auðvelt, en mér fannst þetta sannfærandi. Mér fannst við vera betra liðið allan leikinn. Auðvitað að koma hingað, einu marki undir eftir útileikinn, og lenda svo undir er auðvitað dýpri hola en við hefðum kosið. Ég veit það ekki, mér leið vel með þetta. Mér fannst það fara þeim illa að liggja í blokk og tefja, mér fannst þeir ekki góðir í því. Mér fannst við fá það mikið af stöðum í fyrri hálfleik að markið bara lág í loftinu. Auðvitað frábært að fá það fyrir hálfleik, en í hálfleik þá bara leið mér frábærlega með þetta. Það eru kannski 10 mínútur eftir þegar sigurmarkið kemur, en mér fannst þetta aldrei spurning. Í 173 mínútur af þessu einvígi þá vorum við betra liðið og við fórum verðskuldað áfram."

Tikves fær aukaspyrnu í uppbótartíma seinni hálfleiks þar sem þeir voru nálægt því að skora. Anton Ari varði þar mjög vel frá leikmanni Tikves sem átti gott skot úr spyrnunni.

„Ég svo sem hef það mikla trú á mínu liði, að ef við hefðum þurft 30 mínútur í viðbót, þá hefðum við bara klárað þá í framlengingu. Svona með leik á sunnudaginn þá er fínt að sleppa við það. En mér fannst það óþarfi að þeir voru komnir í þá stöðu að hafsentinn þeirra var kominn þarna upp, þegar þeir sparka boltanum upp allan völlinn, ég man ekki alveg hvað gerist. Það er bara hrikalega klaufalegt af okkur að gefa þeim svona aukaspyrnu, sérstaklega þegar þeir skoruðu úr spyrnu frá svipuðum stað í síðasta leik. Þetta er alltaf óþægilegt en vel gert hjá Antoni og bara góður sigur."

Næsti andstæðingur Breiðabliks í Sambandsdeildinni er Drita frá Kosovo. Þeir sátu hjá í fyrstu umferð forkeppninnar og það verður því fyrsti leikur þeirra í keppninni.

„Það er leikur núna í deildinni á sunnudaginn, svo er Drita á fimmtudaginn. Við erum svo sem búnir að vera með allan fókus á þessu verkefni. Það fór töluverð vinna í að kynna okkur Tikves liðið fyrir leikinn. Það voru breytingar á liðinu fyrir tímabil í miklu mæli hjá þeim, voru að spila mikið af æfingaleikjum. Krókaleiðirnar sem við fórum til að nálgast upplýsingar og efni voru ótrúlegar, það fór mikið púður í það. Yfirleitt er það þannig að þegar þú ert kominn í aðra umferð getur þú skoðað hvernig fór hjá hinu liðinu í fyrstu umferð. En Kosovo eru það sterkir á listanum að þeir sátu hjá í fyrstu umferð, Drita menn. Þannig að sama með þá, þeir eru á undirbúningstímabili en þeir eru búnir að spila æfingaleiki og við erum með einhverja tengiliði úti. En við höfum ekki sama tíma og við höfðum fyrir Tikves, það er klárt. Við svona vitum sitthvað um þá."

Alexander Helgi Sigurðarson byrjaði leikinn fyrir Breiðablik í dag en fréttirnar af því að hann muni fara til KR eftir tímabil komu út í gær.

„Alexander spilaði í dag og hann er búinn að vera frábær leikmaður fyrir okkur í langan tíma. Hann hefur því miður ekki alltaf verið til taks, búinn að vera glíma við meiðsli en hefur spilað nokkuð margar mínútur í sumar og gert það vel. Það voru engar samningarviðræður milli Breiðabliks og Alexanders sem hafa farið fram. Þá auðvitað vilja menn tryggja framtíðina sína og núna eru bara báðir aðilar sammála um að klára þetta tímabil á fullu og vera bara sá mikli Bliki sem hann er út tímabilið, prófa svo eitthvað annað í haust. Ég ætla ekki að óska honum góðs gengis strax, vegna þess að hér er hálft tímabil eftir. Það er bara gott tækifæri fyrir hann að koma ferlinum kannski aðeins aftur af stað. Bara vonandi helst hann heill núna og verður sá Alexander Helgi sem við þekkjum best út tímabilið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þar talar Halldór nánar um leikinn og önnur leikmannamál.


Athugasemdir
banner