Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
   mán 18. ágúst 2014 21:44
Brynjar Ingi Erluson
Árni Vill: Þið verðið að sjá þetta í sjónvarpinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var auðvitað í skýjunum með þriggja marka sigur liðsins á Fram í kvöld.

Árni skoraði fyrsta mark leiksins sem þótti ansi umdeilt en Hafsteinn Briem sendi þá lausa sendingu aftur á Denis Cardaklija í marki Fram. Árni hljóp inn í aukaspyrnu Hafsteins og skoraði.

,,Við vorum þolinmóðir. Mér fannst við allan tímann vera með þennan leik undir control, við biðum bara og nýttum okkar sénsa og þegar við komum í seinni hálfleik var jákvætt að halda hreinu, vera þolinmóðir og skora síðan þrjú mörk," sagði Árni við fjölmiðla.

,,Mér fannst við betri aðilinn í dag og ég var virkilega sáttur með þessa spilamennsku."

,,Þeir tóku bara aukaspyrnu og ég var fljótur að átta mig á að boltann hafi verið kominn í leik. Ég náði honum og náði að setja hann framhjá markmanninum. Þið verðið að sjá þetta í sjónvarpinu, ég var viss um að hann hafi verið að taka hana."

,,Við horfum bara á einn leik í einu og næsti leikur er jafn mikilvægur og þessi leikur, þetta eru bara bikarúrslitaleikir núna og við ætlum að gera allt til þess að klára það og ná í næstu þrjú stig,"
sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner