Nottingham Forest hefur varið miklum fjárhæðum í leikmannakaup síðustu daga. Það heldur áfram núna í morgunsárið því félagið hefur gengið frá kaupum á franska sóknarmanninum Arnaud Kalimuendo.
Forest borgar um 25 milljónir punda til að kaupa Kalimuendo frá Rennes í Frakklandi.
Forest borgar um 25 milljónir punda til að kaupa Kalimuendo frá Rennes í Frakklandi.
Kalimuendo, sem skoraði 18 mörk í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, skrifar undir fimm ára samning við Forest.
Hann fylgir í fótspor Omari Hutchinson og James McAtee sem gengu í raðir Forest núna um helgina eftir að Nuno Espirito Santo, stjóri liðsins, kvartaði að liðið væri eftir á. Huchtinson kostaði 37,5 milljónir punda og McAtee kostaði 30 milljónir punda.
Kalimuendo hefur verið eftirsóttur í þessum félagaskiptaglugga en Forest náði að krækja í hann. Kalimuendo segist vera stoltur að ganga í raðir félags sem er með eins ríka sögu og Forest.
Forest byrjaði tímabilið af krafti, með 3-1 sigri gegn Brentford í gær.
Athugasemdir