Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áhyggjuefni með Cole Palmer
Cole Palmer.
Cole Palmer.
Mynd: EPA
Cole Palmer fann sig ekki þegar Chelsea gerði markalaust jafntefli við Crystal Palace í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

Palmer hefur ekki skorað núna úr opnum leik í ensku úrvalsdeildinni síðan í janúar. Tölfræðin hans er ekki sérlega góð á þessum tíma en hann hefur skorað þrjú mörk og lagt upp tvö í 19 leikjum frá því í byrjun árs.

Charlie Austin, sem lék lengi sem sóknarmaður í deildinni, var spurður út í þetta á Sky Sports og segir þetta klárlega áhyggjuefni.

„Allt það góða sem Chelsea gerir framarlega á vellinum fer í gegnum Cole Palmer. Þegar þeir eru frábærir, þá er Palmer frábær," sagði Austin.

„Er Enzo Maresca að fá það besta út úr Cole Palmer? Ég veit það ekki."
Athugasemdir
banner
banner