Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 13:09
Elvar Geir Magnússon
Laugardalsvelli
Taka generalprufu fyrir bikarúrslitin í kvöld
Sigurður Hjörtur Þrastarson.
Sigurður Hjörtur Þrastarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Hjörtur Þrastarson verður dómari í úrslitaleik Vals og Vestra í Mjólkurbikar karla á föstudagskvöld. Sigurður Hjörtur hefur vaxið mikið sem dómari og hefur verið einn besti dómari sumarsins.

Aðstoðardómarar í úrslitaleiknum verða Patrik Freyr Guðmundsson og Eðvarð Eðvarðsson.

Þeir þrír taka generalprufu fyrir úrslitaleikinn í kvöld þegar þeir dæma leik Fram og KR í Bestu deild karla.

Arnar Þór Stefánsson verður fjórði dómari á úrslitaleiknum en í dag fór fram uppkast þar sem var ákveðið hvoru megin á Laugardalsvelli vítakeppnin fer fram á föstudag, ef leikurinn fer alla leið þangað.

Vítakeppnin mun þá verða norðanmegin, eða á markið sem er hjá vallarklukkunni.
Athugasemdir
banner