Wayne Rooney, goðsögn hjá Manchester United, segir að það væri klikkun ef sitt gamla félag reynir ekki að kaupa Gianluigi Donnarumma frá Paris Saint-Germain.
Donnarumma er af einhverri ástæðu ekki inn í myndinni hjá PSG fyrir tímabilið sem var að hefjast. Hann var stórkostlegur á síðustu leiktíð en Luis Enrique, stjóri liðsins, tók ákvörðun um að skipta Ítalanum út.
Donnarumma er af einhverri ástæðu ekki inn í myndinni hjá PSG fyrir tímabilið sem var að hefjast. Hann var stórkostlegur á síðustu leiktíð en Luis Enrique, stjóri liðsins, tók ákvörðun um að skipta Ítalanum út.
Hann hefur verið orðaður mest við Manchester United og City, en það er alveg ljóst að United þarf nýjan markvörð.
„Ég fer til baka þegar Roy Carroll og Tim Howard voru í markinu hjá okkur. Það var aldrei 100 prósent traust frá varnarmönnunum," sagði Rooney.
„Þegar Van der Sar kom inn þá róaðist allt. Varnarmennirnir treystu honum mun meira. Manchester United er á þeim stað í dag. Markvörðurinn er svo mikilvægur til að færa ró inn í liðið."
„Donnarumma er 26 ára og er einn besti markvörður í heimi. Það væri klikkun ef Manchester United myndi ekki reyna að fá hann. Það er engin áhætta sem fylgir honum," sagði Rooney.
Altay Bayindir var í marki Man Utd í gær gegn Arsenal og gerði stór mistök. Andre Onana er að stíga upp úr meiðslum en hann var lélegur á síðustu leiktíð.
Athugasemdir