Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 10:37
Elvar Geir Magnússon
Settur í bann frá öllum leikvöngum Englands
Antoine Semenyo í leiknum gegn Liverpool.
Antoine Semenyo í leiknum gegn Liverpool.
Mynd: EPA
47 ára karlmaður frá Liverpool hefur verið settur í bann frá öllum fótboltaleikvöngum Englands fyrir kynþáttaníð í garð Antoine Semenyo, leikmanns Bournemouth, í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar.

Maðurinn var handtekinn á laugardag og sleppt að loknum yfirheyrslum.

Atvikið átti sér stað í fyrri hálfleik í leik Liverpool og Bournemouth á Anfield. Semenyo var að búa sig undir það að taka innkast áður en stuðningsmaðurinn, sem var bundinn við hjólastól, öskraði rasískum oðrum í garð Semenyo.

Framherjinn leitaði til dómarans Anthony Taylor sem stöðvaði leikinn og lét fjarlægja stuðningsmanninn úr stúkunni.
Athugasemdir
banner
banner