Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Liverpool tilbúið að lána Tsimikas
Mynd: EPA
Kostas Tsimikas er að öllum líkindum að yfirgefa Liverpool í sumar.

Tsimikas er vinstri bakvörður en Milos Kerkez gekk til liðs við Liverpool frá Bournemouth í sumar og Tsimikas er því orðinn þriðji kosturinn á eftir Kerkez og Andy Robertson í vinstri bakvörðinn.

Fabrizio Romano segir að það megi búast við því að hlutirnir muni gerast hratt því Liverpool er tilbúið að lána hann frá félaginu.

Paul Joyes, fréttamaður The Times, sagði frá því á dögunum að Nottingham Forest hefði spurst fyrir um Tsimikas fyrr í sumar og það væri einnig áhugi á honum frá öðrum félögum á Englandi og annars staðar í Evrópu.

Athugasemdir