Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mán 18. september 2023 10:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þórður fékk traustið og átti stóran þátt í titlinum - „Mér hefur liðið illa yfir því"
Þórður Ingason.
Þórður Ingason.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þórður Ingason átti mikinn þátt í því að Víkingur varð bikarmeistari núna um helgina.

Markvörðurinn spilaði alla leiki liðsins í bikarnum og fékk traustið þegar komið var í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli.

„Ég er búinn að vera vondur við Dodda undanfarin ár og mér hefur liðið illa yfir því," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, en Ingvar Jónsson hefur spilað úrslitaleikinn síðustu árin.

„Ég er ánægður fyrir hans hönd að hafa tekið þátt í þessu ævintýri með okkur í öll þessi ár. Hann hefur staðið sig eins og hetja í öllum umferðunum, í undanúrslitunum á móti KR var hann frábær og í úrslitaleiknum. Ég hafði nákvæmlega núll áhyggjur af Dodda í þessum leik sem og í allri bikarkeppninni."

Þórður, sem er 35 ára gamall, var sjálfur í viðtali eftir leikinn.

„Þetta er í annað skiptið sem ég spila og við vinnum. Það er bara geggjað. Bikartitlarnir eru orðnir fjórir núna og vonandi kemur Íslandsmeistaratitillinn líka. Þetta er bara draumi líkast að ná á þessum stigum ferilsins svona árangri, eitthvað sem manni hafði ekki órað fyrir. Maður á Víkingi og Arnari og öllum leikmönnunum þvílíkt mikið að þakka. Maður er hálf meyr, þetta er bara ótrúlegt," sagði Þórður.
Arnar Gunnlaugs: Þetta er með ólíkindum, ég trúi þessu varla
Doddi hálf meyr: Óraði ekki fyrir að ná svona árangri þetta seint á ferlinum
Athugasemdir
banner
banner
banner