Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mið 18. september 2024 15:50
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið ÍR og Keflavíkur: Sami Kamel á bekknum
Lengjudeildin
Frans Elvarsson kemur inn í byrjunarliðið.
Frans Elvarsson kemur inn í byrjunarliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna klukkan 16:45 hefst fyrri leikur ÍR og Keflavíkur í umspili Lengjudeildarinnar. Fyrri leikurinn verður á heimavelli ÍR-inga en sá seinni verður svo í Keflavík á sunnudag.

Sigurliðið í einvíginu kemst í 50 milljóna króna leikinn á Laugardalsvelli, þar sem barist verður um sæti í Bestu deildinni. Mótherjinn þar verður Afturelding eða Fjölnir.

Sverrir Örn Einarsson fréttamaður Fótbolta.net er í Breiðholti og textalýsir leiknum í beinni.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  4 Keflavík

Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR gerir enga breytingu frá síðasta deildarleiknum, 3-0 tapinu gegn Aftureldingu.

Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur gerir eina breytngu frá 4-0 sigri gegn Fjölni í lokaumferðinni. Sami Kamel, sem fór af velli í hálfleik í þeim leik, byrjar á bekknum. Frans Elvarsson fyrirliði kemur úr leikbanni og er í byrjunarliðinu.


Byrjunarlið ÍR:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
6. Kristján Atli Marteinsson
9. Bergvin Fannar Helgason
11. Bragi Karl Bjarkason
13. Marc Mcausland (f)
17. Óliver Elís Hlynsson
18. Róbert Elís Hlynsson
19. Hákon Dagur Matthíasson
23. Ágúst Unnar Kristinsson
25. Arnór Gauti Úlfarsson
30. Renato Punyed Dubon

Byrjunarlið Keflavík:
0. Ásgeir Orri Magnússon
3. Axel Ingi Jóhannesson
6. Sindri Snær Magnússon (f)
8. Ari Steinn Guðmundsson
20. Mihael Mladen
22. Ásgeir Páll Magnússon
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson
26. Ásgeir Helgi Orrason
50. Oleksii Kovtun
92. Kári Sigfússon
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir