Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
banner
   mið 18. september 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Fyrirgefðu, gleymdist ekki einhver?"
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á síðustu misserum höfum við á Fótbolta.net birt lista yfir fimm bestu leikmennina í hverri línu fyrir sig í Bestu deild karla. Farið var yfir þessa lista í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

Sérstakar dómnefndir völdu fimm bestu markverðina, varnarmennina, miðjumennina og sóknarmennina.

Tómas Þór Þórðarson, Víkingur mikill, fannst skrítið að Nikolaj Hansen hefði ekki komið sér á lista yfir bestu sóknarmennina. Nikolaj var í efsta sæti hjá dómnefndinni sem var sett saman í fyrra en komst ekki á lista núna.

„Fyrirgefðu, gleymdist ekki einhver?" sagði Tómas og var þá að tala um Nikolaj.

„Gleymdist hann ekki? Er Nikolaj Hansen ekki á meðal fimm bestu sóknarmanna Bestu deildarinnar? Þú hlýtur að vera sammála mér. Þú verður að taka einhvern út til að setja einhvern inn en ég myndi skipta á Niko og Jónatan (Inga Jónssyni). Hinir eru vel að þessu komnir."

„Að Nikolaj Hansen sé ekki á topp fimm er bara rangt val," sagði Elvar Geir Magnússon. „Þetta er bara samkvæmisleikur, til gamans gert en hann á 100 prósent að vera á topp fimm."

Patrick Pedersen, sóknarmaður Vals, trónir á toppi listans að þessu sinni.
Útvarpsþátturinn - Kennslustund á Meistaravöllum
Athugasemdir
banner
banner
banner