mið 04.sep 2024 14:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|
Fimm bestu varnarmenn Bestu: Sterkasta miðvarðapar íslenska boltans
Fótbolti.net hefur annað árið í röð sett saman fjórar mismunandi dómnefndir til að velja fimm bestu markverðina, varnarmennina, miðjumennina og sóknarmennina í Bestu deildinni - ein dómnefnd fyrir hvern flokk.
Sérfræðingarnir voru beðnir um að horfa ekki einungis til yfirstandandi tímabils í vali sínu, heldur á heildarmyndina. Þeir voru einfaldlega spurðir að því hver væri heilt yfir besti leikmaðurinn í stöðunni sem þeir voru spurðir út í. Núna er komið að því að kraftraða fimm bestu varnarmennina, frá eitt til fimm, út frá niðurstöðu í kosningu fimm sérfræðinga.
Sjá einnig:
Fimm bestu markverðir Bestu deildarinnar (2024)
Fimm bestu varnarmenn Bestu deildarinnar (2023)
Varnarmannadómnefndina skipuðu: Arnór Gauti Úlfarsson (ÍR), Dofri Snorrason (þjálfari hjá Fjölni), Freyr Bjarnason (fréttamaður og fyrrum leikmaður FH), Guðjón Árni Antoníusson (fyrrum leikmaður FH og Keflavíkur), Jón Ingason (ÍBV).
5. Kennie Chopart (Fram)
Í fimmta sæti á listanum er hinn mjög svo trausti Kennie Chopart en hann hefur verið mikilvægastur í sterku varnarliði Fram í sumar. Það hefur sést augljóslegur munur á liðinu þegar hann er ekki með. Daninn kom til Íslands árið 2012 og var þá öflugur framherji sem gerði það gott með Stjörnunni. Hann lék svo með Fjölni um stutt skeið áður en hann gekk í raðir KR. Það má svo sannarlega segja að hann hafi skrifað nafn sitt í sögubækurnar í Vesturbænum, en hann spilaði þar í sjö ár og leysti flestar stöður á vellinum. Í dag er hann leiðtogi í liði Fram.
Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Kennie:
„Reynsla, gæði og áreiðanleiki. Jafn mikilvægur í bæði vörn og sókn. Frábær á boltanum og traustur varnarmaður. Hefur sýnt áhorfendum deildarinnar sitt mikilvægi og verið stabíll leikmaður í efstu deild í mörg ár."
„Sterkur varnarmaður og mikill leiðtogi sem skilar alltaf sínu."
4. Birkir Már Sævarsson (Valur)
Var einnig á listanum í fyrra og er í sama sæti núna. Það vita allir sem fylgst hafa með íslenska landsliðinu hvað Birkir getur. Hann hefur gefið þjóðinni alveg gríðarlega mikið og er enn í fullu fjöri í Bestu deildinni. Er að verða fertugur í nóvember og er að stíga síðasta dansinn á Hlíðarenda, en hann er samt sem áður enn algjörlega frábær bakvörður.
Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Birki Má:
„Ótrúlega seigur leikmaður sem slær hvergi slöku við þrátt fyrir hækkandi aldur. Duglegur og veldur usla á vallarhelmingi andstæðinganna með hraða sínum."
„Mikil reynsla. Tekur alltaf þátt í sóknarleiknum. Mikill hraði og dugnaður."
3. Damir Muminovic (Breiðablik)
Damir hoppar upp um tvö sæti frá því í fyrra en þá var hann í fimmta sæti listans. Hann hefur myndað gríðarlega sterkt miðvarðapar með Viktori Erni Margeirssyni í Kópavoginum en þeir voru stórkostlegir þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar 2022 og hafa verið svo mjög góðir núna. Damir er límið í varnarleik Breiðabliks og án efa einn besti varnarmaður Bestu deildarinnar.
Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Damir:
„Hefur allan pakkann. Hæð, hraði, leiðtogi. Mikilvægur hlekkur í uppspili Blika. Harður í horn að taka."
„Lykilleikmaður hjá Breiðablik í langan tíma. Sterkur í loftinu, gefur góðar sendingar og almennt öflugur alhliða varnarmaður."
2. Gunnar Vatnhamar (Víkingur R.)
Færeyingurinn síkáti er í öðru sæti á listanum. Hann hefur breytt Víkingi til hins betra frá því hann kom til félagsins fyrir síðasta tímabil. Var óskrifað blað en sýndi það fljótt hversu frábær hann er. Hann getur leyst aðrar stöður á vellinum líka og er mikið að koma inn á miðsvæðinu. Það er auðvelt að líða vel þegar Gunnar Vatnhamar er í liðinu þínu.
Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Gunnar:
„Gunnar Vatnhamar er eins og svissneskur vasahnífur, hann er góður í 1v1 stöðum og gríðarlega mikill íþróttamaður. Hann er einnig með góða tækni og sendingar."
„Hefur allt í sínum leik til að vera frábær í Bestu deildinni. Ef hann væri Íslendingur, þá væri ekki útilokað að hann væri í landsliðinu. Við gætum vel notað hann."
1. Oliver Ekroth (Víkingur R.)
Á toppi listans er svo félagi Gunnars í hjarta varnarinnar hjá Víkingum, Svíinn Oliver Ekroth. Þeir mynda án efa besta miðvarðapar íslenska boltans, eru frábærir saman. Ekroth átti erfitt uppdráttar á sinni fyrstu leiktíð á Íslandi en er núna á sínu þriðja tímabili og honum líður afskaplega vel í Víkingi. Besti varnarmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt dómnefnd.
Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Oliver:
„Frábær alhliða varnarmaður. Reynslumikill og traustur með afburða leikskilning. Sterkur í loftinu og á fótunum, góður á boltanum og alvöru skrokkur."
„Sænski miðvörðurinn verið algjör lykilmaður í liði Víkinga sem hefur allt unnið undanfarin ár , einstaklega sterkur í návígum bæði á jörðu og í lofti og erfitt að finna vankanta á hans leik. Leiðtogi liðsins og trúlega fyrsti maður á blað hjá Arnari Gunnlaugssyni í þessu gífurlega sterka Víkings liði."
Næst munum við birta listann yfir bestu miðjumennina, og svo eftir það sóknarmennina.
Fimm bestu markverðir Bestu deildarinnar (2024)
Fimm bestu varnarmenn Bestu deildarinnar (2023)
Varnarmannadómnefndina skipuðu: Arnór Gauti Úlfarsson (ÍR), Dofri Snorrason (þjálfari hjá Fjölni), Freyr Bjarnason (fréttamaður og fyrrum leikmaður FH), Guðjón Árni Antoníusson (fyrrum leikmaður FH og Keflavíkur), Jón Ingason (ÍBV).
5. Kennie Chopart (Fram)
Í fimmta sæti á listanum er hinn mjög svo trausti Kennie Chopart en hann hefur verið mikilvægastur í sterku varnarliði Fram í sumar. Það hefur sést augljóslegur munur á liðinu þegar hann er ekki með. Daninn kom til Íslands árið 2012 og var þá öflugur framherji sem gerði það gott með Stjörnunni. Hann lék svo með Fjölni um stutt skeið áður en hann gekk í raðir KR. Það má svo sannarlega segja að hann hafi skrifað nafn sitt í sögubækurnar í Vesturbænum, en hann spilaði þar í sjö ár og leysti flestar stöður á vellinum. Í dag er hann leiðtogi í liði Fram.
Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Kennie:
„Reynsla, gæði og áreiðanleiki. Jafn mikilvægur í bæði vörn og sókn. Frábær á boltanum og traustur varnarmaður. Hefur sýnt áhorfendum deildarinnar sitt mikilvægi og verið stabíll leikmaður í efstu deild í mörg ár."
„Sterkur varnarmaður og mikill leiðtogi sem skilar alltaf sínu."
4. Birkir Már Sævarsson (Valur)
Var einnig á listanum í fyrra og er í sama sæti núna. Það vita allir sem fylgst hafa með íslenska landsliðinu hvað Birkir getur. Hann hefur gefið þjóðinni alveg gríðarlega mikið og er enn í fullu fjöri í Bestu deildinni. Er að verða fertugur í nóvember og er að stíga síðasta dansinn á Hlíðarenda, en hann er samt sem áður enn algjörlega frábær bakvörður.
Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Birki Má:
„Ótrúlega seigur leikmaður sem slær hvergi slöku við þrátt fyrir hækkandi aldur. Duglegur og veldur usla á vallarhelmingi andstæðinganna með hraða sínum."
„Mikil reynsla. Tekur alltaf þátt í sóknarleiknum. Mikill hraði og dugnaður."
3. Damir Muminovic (Breiðablik)
Damir hoppar upp um tvö sæti frá því í fyrra en þá var hann í fimmta sæti listans. Hann hefur myndað gríðarlega sterkt miðvarðapar með Viktori Erni Margeirssyni í Kópavoginum en þeir voru stórkostlegir þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar 2022 og hafa verið svo mjög góðir núna. Damir er límið í varnarleik Breiðabliks og án efa einn besti varnarmaður Bestu deildarinnar.
Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Damir:
„Hefur allan pakkann. Hæð, hraði, leiðtogi. Mikilvægur hlekkur í uppspili Blika. Harður í horn að taka."
„Lykilleikmaður hjá Breiðablik í langan tíma. Sterkur í loftinu, gefur góðar sendingar og almennt öflugur alhliða varnarmaður."
2. Gunnar Vatnhamar (Víkingur R.)
Færeyingurinn síkáti er í öðru sæti á listanum. Hann hefur breytt Víkingi til hins betra frá því hann kom til félagsins fyrir síðasta tímabil. Var óskrifað blað en sýndi það fljótt hversu frábær hann er. Hann getur leyst aðrar stöður á vellinum líka og er mikið að koma inn á miðsvæðinu. Það er auðvelt að líða vel þegar Gunnar Vatnhamar er í liðinu þínu.
Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Gunnar:
„Gunnar Vatnhamar er eins og svissneskur vasahnífur, hann er góður í 1v1 stöðum og gríðarlega mikill íþróttamaður. Hann er einnig með góða tækni og sendingar."
„Hefur allt í sínum leik til að vera frábær í Bestu deildinni. Ef hann væri Íslendingur, þá væri ekki útilokað að hann væri í landsliðinu. Við gætum vel notað hann."
1. Oliver Ekroth (Víkingur R.)
Á toppi listans er svo félagi Gunnars í hjarta varnarinnar hjá Víkingum, Svíinn Oliver Ekroth. Þeir mynda án efa besta miðvarðapar íslenska boltans, eru frábærir saman. Ekroth átti erfitt uppdráttar á sinni fyrstu leiktíð á Íslandi en er núna á sínu þriðja tímabili og honum líður afskaplega vel í Víkingi. Besti varnarmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt dómnefnd.
„Trúlega fyrsti maður á blað"
Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Oliver:
„Frábær alhliða varnarmaður. Reynslumikill og traustur með afburða leikskilning. Sterkur í loftinu og á fótunum, góður á boltanum og alvöru skrokkur."
„Sænski miðvörðurinn verið algjör lykilmaður í liði Víkinga sem hefur allt unnið undanfarin ár , einstaklega sterkur í návígum bæði á jörðu og í lofti og erfitt að finna vankanta á hans leik. Leiðtogi liðsins og trúlega fyrsti maður á blað hjá Arnari Gunnlaugssyni í þessu gífurlega sterka Víkings liði."
Næst munum við birta listann yfir bestu miðjumennina, og svo eftir það sóknarmennina.
Athugasemdir