PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
banner
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 26. ágúst
Besta-deild karla
2. deild karla
laugardagur 24. ágúst
Lengjudeild karla
laugardagur 5. október
Engin úrslit úr leikjum í dag
fös 06.sep 2024 14:20 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Fimm bestu miðjumenn Bestu: Svindlkallinn sem enginn á roð í

Fótbolti.net hefur annað árið í röð sett saman fjórar mismunandi dómnefndir til að velja fimm bestu markverðina, varnarmennina, miðjumennina og sóknarmennina í Bestu deildinni - ein dómnefnd fyrir hvern flokk.

Sérfræðingarnir voru beðnir um að horfa ekki einungis til yfirstandandi tímabils í vali sínu, heldur á heildarmyndina. Þeir voru einfaldlega spurðir að því hver væri heilt yfir besti leikmaðurinn í stöðunni sem þeir voru spurðir út í. Núna er komið að því að kraftraða fimm bestu miðjumennina, frá eitt til fimm, út frá niðurstöðu í kosningu fimm sérfræðinga.

Sigurvegarinn Pablo Punyed.
Sigurvegarinn Pablo Punyed.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Daníel hefur átt frábært sumar.
Björn Daníel hefur átt frábært sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur leysir allt frábærlega.
Höskuldur leysir allt frábærlega.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
'Líklega besti leikmaður deildarinnar eins og er'
'Líklega besti leikmaður deildarinnar eins og er'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var frábært fyrir Víkinga að fá Aron Elís heim.
Það var frábært fyrir Víkinga að fá Aron Elís heim.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sterkur í loftinu.
Sterkur í loftinu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svindlkall.
Svindlkall.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi á landsliðsæfingu í vikunni.
Gylfi á landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjá einnig:
Fimm bestu markverðir Bestu deildarinnar (2024)
Fimm bestu varnarmenn Bestu deildarinnar (2024)
Fimm bestu miðjumenn Bestu deildarinnar (2023)

Miðjumannadómnefndina skipuðu: Aron Jóhannsson (Afturelding), Guðjón Pétur Lýðsson (Haukar), Halldór Orri Björnsson (fyrrum leikmaður Stjörnunnar og FH), Sigurbjörn Hreiðarsson (fyrrum fyrirliði og aðstoðarþjálfari Vals, og fleiri félaga) og Sindri Snær Magnússon (Keflavík).

5. Pablo Punyed (Víkingur R.)
Er sá eini á þessum lista sem heldur sæti sínu frá því í fyrra, en hann var þá í þriðja sæti. Eins og sagði í fyrra, þá hefur Pablo fyrir löngu sannað sig sem einn besti og traustasti leikmaður Bestu deildarinnar. Víkingar þurftu að sækja sér sigurvegara á sínum tíma og þeir sóttu Pablo frá KR. Síðan þá hefur leiðin legið upp á við í Víkinni. Hann lenti í því á dögunum að slíta krossband en vonandi hefur hann ekki spilað sinn síðasta leik á ferlinum.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Pablo:
„Hrikalega mikilvægur fyrir Víkinga og alvöru skellur fyrir þá að missa hann út. Hefur sannað sig sem ótrúlegan sigurvegara undanfarin ár. Gæi sem þú elskar að vera með í liðinu en hatar að hafa í hinu liðinu."

„Serial winner sem allir vilja hafa i sínu liði, góður í öllum þáttum leiksins."

„Algjör lykilmaður í Víkingsliðinu. Skilur leikinn mjög vel, góðar sendingar, harður, í mjög góðu standi, tengir spil mjög vel og spilar alltaf vel í stórum leikjum."

4. Björn Daníel Sverrisson (FH)
Er gríðarlega mikilvægur fyrir lið FH. Eftir að hafa verið í ákveðinni lægð eftir að hann kom aftur heim, þá hefur hann fundið sitt besta form eftir að Heimir Guðjónsson tók við Fimleikafélaginu á nýjan leik. Björn Daníel er svo sannarlega algjör lykilmaður í Kaplakrika og einn besti miðjumaður Bestu deildarinnar, sá fjórði besti samkvæmt dómnefndinni.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Björn Daníel:
„Búinn að vera frábær í ár og svona sýnt þau gæði sem hann býr yfir. Frábært boltavald, góð skot, klassa skallamaður og frábæran leikskilning. Gerir hluti sem mjög fáir geta gert."

„Prímusmótorinn hjá FH og mikilvægi hans er svakalegt hjá liðinu. Ótrúlega góður alhliða miðjumaður sem hefur sýnt í sumar að býr enn yfir mörkum."

„Löðrandi gæði, væri til í að sjá hann í Víking eða Breiðabliki, held að hann yrði 'unstoppable' með þeim."

3. Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Fyrirliði Blika fékk atkvæði bæði sem varnarmaður og miðjumaður, en hann hefur leyst það bæði að spila sem bakvörður og inn á miðsvæðinu. Algjörlega frábær í báðu. Nýverið hefur verið svolítið kallað eftir því að hann sé í landsliðinu en hann er búinn að vera stórkostlegur í uppgangi Blika upp á síðkastið. Ekki bara frábær fótboltamaður, líka einn besti persónuleikinn í þessari deild. Með hjarta úr gulli.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Höskuld:
„Líklega besti leikmaður deildarinnar eins og er. Alltaf til staðar, gífurleg yfirsýn og leiðtogahæfni í verki. Leiðir liðið í markaskorun , stoðsendingum og baráttu."

„Búinn að vera sex sinnum í liði vikunar. Það segir allt sem segja þarf."

„Leysir öll þau verkefni sem hannn fær alveg stórkostlega. Það skiptir ekki máli hvar þú setur hann á völlinn, hann gerir allt vel. Með frábæran leikskilning og stórkostlegar sendingar."

2. Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Það var mikill happafengur fyrir Víkinga að fá Aron Elís heim úr atvinnumennsku síðasta sumar. Hann kom heim sem aðeins öðruvísi leikmaður, var orðinn djúpur miðjumaður úti og hefur leyst bæði að vera djúpur og sóknarsinnaður fyrir Víkinga. Það er gríðarlegur styrkleiki hvað hann er sterkur í loftinu og hefur það skilað ófáum mörkum.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Aron Elís:
„Frábær leikmaður, góður í loftinu og gerir allt einfalt. Rosalega góður að skila sér inn í boxið. Yfirvegaður á boltann."

„Það var eiginlega svindl fyrir Víkinga þegar hann kom heim í fyrra. Magnaður leikmaður sem bættist þar við magnað lið."

„Er ótrúlega góður í loftinu og hefur í raun bara allan pakkann. Gæti enn verið að spila í atvinnumennsku, það er alveg klárt mál."

1. Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
Það er ekkert óvænt hver er á toppnum, Gylfi fékk fullt hús frá sérfræðingunum. Er í raun alltof góður fyrir Bestu deildina. Hafði nánast ekkert spilað í tvö ár áður en hann kom heim og hefur samt verið bestur í deildinni í sumar. Algjör svindkall sem er líklega einn af þremur bestu fótboltamönnum í sögu Íslands.

„Býr yfir gæðum sem enginn í deildinni á roð í"

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Gylfa:
„Nokkuð einfalt val, þegar Gylfi spilar vel þá á engin séns. Rosaleg gæði með og án bolta. Aðdáun að fylgjast með hlaupagetu hans og hvernig hann stýrir presssunni á andstæðingana."

„Langbesti leikmaður deildarinnar á sínum degi og verður spennandi að sjá hvort hann nái gömlum hæðum á nýjan leik enda nóg eftir á tankinum. Valsliðið er með frábæra leikmenn í flestum stöðum en ákveðnir veikleikar inn á milli sem aftra því að leikmenn blómstri en Gylfi hefur þràtt fyrir það skilað öflugum frammistöðum."

„Einfaldlega langbesti miðjumaðurinn í þessari deild þó hann sé kominn yfir sín allra bestu ár. Býr yfir gæðum sem enginn í deildinni á roð í."

„Gylfi er eiginlega ekki tekinn með, hann er svindlkall."

„Frábær á öllum sviðum leiksins.Hlaupageta, tækni, skot og sendingar. Virkar allt mjög létt fyrir hann. Ef hann fær smá tíma þá er hann búinn að skora, leggja upp mark eða setja frábæra atburðarrás í gang. Hæsti gæðaflokkur."
Athugasemdir
banner
banner