föstudagur 4. júlí
Lengjudeild karla
mánudagur 30. júní
2. deild karla
laugardagur 28. júní
Lengjudeild karla
fimmtudagur 26. júní
Lengjudeild karla
þriðjudagur 24. júní
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 19. júní
Mjólkurbikar karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Mjólkurbikar karla
fimmtudagur 12. júní
Mjólkurbikar kvenna
Lengjudeild kvenna
Mjólkurbikar kvenna
miðvikudagur 11. júní
þriðjudagur 10. júní
Vináttulandsleikur
föstudagur 6. júní
Vináttulandsleikur
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 5. júní
þriðjudagur 3. júní
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 2. júní
Besta-deild karla
laugardagur 31. maí
2. deild karla
þriðjudagur 1. júlí
HM félagsliða
Dortmund - Monterrey - 01:00
Man City 3 - 4 Al Hilal Riyadh
Real Madrid - Juventus - 19:00
mán 02.sep 2024 12:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Fimm bestu markverðir Bestu: Úr efsta í fjórða og tveir frá sama liði

Fótbolti.net hefur annað árið í röð sett saman fjórar mismunandi dómnefndir til að velja fimm bestu markverðina, varnarmennina, miðjumennina og sóknarmennina í Bestu deildinni - ein dómnefnd fyrir hvern flokk.

Sérfræðingarnir voru beðnir um að horfa ekki einungis til yfirstandandi tímabils í vali sínu, heldur á heildarmyndina. Þeir voru einfaldlega spurðir að því hver væri heilt yfir besti leikmaðurinn í stöðunni sem þeir voru spurðir út í. Við byrjum á því að kraftraða fimm bestu markverðina, frá eitt til fimm, út frá niðurstöðu í kosningu fimm sérfræðinga.

Árni Marinó Einarsson, markvörður ÍA.
Árni Marinó Einarsson, markvörður ÍA.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frederik Schram fer úr efsta sæti í það fjórða.
Frederik Schram fer úr efsta sæti í það fjórða.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ögmundur Kristinsson er kominn heim úr atvinnumennsku.
Ögmundur Kristinsson er kominn heim úr atvinnumennsku.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Ari hefur átt frábært tímabil.
Anton Ari hefur átt frábært tímabil.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ingvar Jónsson, besti markvörður Bestu deildarinnar.
Ingvar Jónsson, besti markvörður Bestu deildarinnar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sterkur kararakter og sterkur markvörður.
Sterkur kararakter og sterkur markvörður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvarðardómnefndina að þessu sinni skipuðu: Guðjón Orri Sigurjónsson (fyrrum markvörður ÍBV, KR og fleiri liða), Halldór Snær Georgsson (Fjölnir), Sindri Snær Jensson (athafnamaður og fyrrum markvörður), Valur Gunnarsson (fyrrum markvörður og markvarðarþjálfari) og Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (ÍR).

Sjá einnig:
Fimm bestu markverðir Bestu deildarinnar (2023)

5. Árni Marinó Einarsson (ÍA)
Í fimmta sæti á listanum er Árni Marinó, markvörður ÍA. Hann hefur tekið góð skref fram á við í sumar og verið virkilega góður. Hann var valinn í lið umferða 1-11 og er tölfræðin hans búin að vera sterk. Er klárlega að eiga sitt besta tímabil á ferlinum en hann er enn bara 22 ára og er með mikið svigrúm til bætingar.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Árna:
„Árni hefur verið flottur í allt sumar. Var líklega besti markmaður fyrri hluta mótsins. Hefur dalað aðeins seinni hlutann en varla eitthvað sem hægt er að tala um. Skagamenn höfðu mestar áhyggjur af þessari stöðu fyrir mót en Árni hefur ekki verið vandamál hjá ÍA þetta tímabilið."

4. Frederik Schram (Valur)
Besti markvörður Bestu deildarinnar samkvæmt sérfræðingunum í fyrra var Frederik Schram en hann fellur núna núna niður í fjórða sæti þar sem hann er ekki búinn að eiga sitt besta sumar. Hann og Valur náðu ekki saman um nýjan samning og er hann á sínu síðasta tímabili á Hlíðarenda, en það er spurning hvort að hann spili áfram á Íslandi næsta sumar.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Frederik:
„Ekki verið hans besta season hingað til, ekki frekar en Valsliðið í heild sinni, en á deginum sínum hefur hann sýnt það að hann er einn sá besti í deildinni ef ekki sá besti. Góður shot stopper, ver aragrúa af vítum og hefur unnið mikið af stigum fyrir Valsliðið á sínum ferli fyrir félagið."

„Mögulega besti shot stopper-inn í deildinni. Hann er með gríðarlegan sprengi- og stökkkraft sem gerir honum kleift að verja skot sem fáir í deildinni geta varið."

3. Ögmundur Kristinsson (Valur)
Það er athyglisvert að tveir markverðir Vals komast á listann. Ögmundur er nýkominn heim eftir að hafa verið afskaplega lengi í atvinnumennsku. Ögmundur var í góðan tíma varamarkvörður landsliðsins þegar það gekk sem best. Kominn á Hlíðarenda og á að vera aðalmarkvörður þar næstu árin.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Ögmund:
„Miklir hæfileikar og styrkur. Er með sterkan haus. Góður einn gegn einum."

„Hann hefur einungis spilað nokkra leiki fyrir Val en þegar hann kemst í gott spilform, þá á hann eftir að sýna það að hann er frábær markmaður og mun gera helling fyrir liðið."

2. Anton Ari Einarsson (Breiðablik)
Í öðru sæti á listanum er Anton Ari sem hefur komið sterkur til baka eftir að hafa átt erfitt uppdráttar á síðasta tímabili. Anton var í þriðja sæti á listanum í fyrra en hoppar upp núna um eitt sæti og það verður bara að teljast verðskuldað. Hefur lengi verið einn af betri markvörðum deildarinnar en hann hefur einnig spilað með Val í efstu deild.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Anton Ara:
„Hefur verið áreiðanlegasti markvörðurinn í deildinni síðustu ár. Veist nákvæmlega gæðin sem þú færð frá honum í hverjum leik, frábær kostur fyrir markmann."

„Þrítugur með örugglega 300 leiki. Precense í teignum. Getur spilað og sparkað. Á ótrúlegar vörslur inn á milli."

„Anton hefur spilað betur í ár en til dæmis í fyrra. Menn muna eftir Valsleiknum þar sem hann var frábær en heilt yfir hefur hann verið mjög solid í sumar. Hann á það samt ennþá til að fá á sig mörk sem maður vill sjá hann gera betur í. Það er meira „presence“ í honum þetta tímabilið en oft áður."

1. Ingvar Jónsson (Víkingur R.)
Ingvar hoppar einnig upp um eitt sæti en hann var í öðru sæti í fyrra. Hann fékk frábæra kosningu núna og er besti markvörður Bestu deildarinnar samkvæmt dómnefndinni sem var sett saman. Var á sínum tíma besti leikmaður Íslandsmótsins þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari og fór í gegnum mótið taplaust. Hann átti svo flottan feril erlendis og var hluti af markvarðarteymi A-landsliðsins. Ingvar hefur svo síðustu ár verið algjör lykilmaður í mönguðum árangri Víkinga.

„Þegar hann er í markinu hjá Víking, þá vinna þeir leikinn"

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Ingvar:
„Veit hvenær hann á að sparka langt og hvenær stutt, leader og stígur upp þegar þeir þurfa mest á honum að halda."

„Besti all around markvörðurinn í deildini. Hann er með mikla reynslu og leikskilning sem hann nýtir sér með frábærri staðsetningu."

„Frábær markvörður. Er með þetta "klikkaða" markmannsblik í augunum, getur tekið svakalegar vörslur á geðveikinni. Ákveðinn. Frábær 1 vs 1."

„Fæst mörk fengin á sig í deildinni, er með frábæra vörn fyrir framan sig en hann tekur margar lykilvörslur sem koma Víkingum oft yfir línuna. Recordið hans í deildinni síðustu ár tala líka sínu máli.

„Þegar hann er í markinu hjá Víking, þá vinna þeir leikinn vs það þegar hann er ekki að spila."

„Ingvar Jónsson er bara virkilega traustur markmaður sem Víkingar geta treyst á. Það er minna að gera hjá honum en flestum markmönnum í deildinni en þegar það reynir á hann er hann langoftast á tánum og tilbúinn í verkið. Það er ekki sjálfgefið."

Næst munum við birta listann yfir bestu varnarmennina. Svo í kjölfarið birtum við listana yfir bestu miðjumennina og sóknarmennina að mati sérfræðinga.
Athugasemdir