ÍR og Keflavík mætast í undanúrslitum í umspili um sæti í Bestu deild karla í dag. Leikurinn hefst klukkan 16:45 og fer fram á ÍR-vellinum í Skógarseli.
                
                                    
                
                                    ÍR-ingar hafa komið hvað mest á óvart í Lengjudeildinni á þessu tímabili.
Liðið er nýliði í deildinni eftir að hafa hafnað í öðru sæti 2. deildar á síðasta ári, en það tryggði sér farseðilinn í umspilið í lokaumferð Lengjudeildarinnar.
ÍR hefur aðeins einu sinni spilað í efstu deild, árið 1998, en liðið féll beint niður aftur með aðeins 17 stig.
Keflavík kemur inn í einvígið með gríðarlegt sjálftraust eftir að hafa pakkað Fjölni saman, 4-0, í lokaumferðinni. Keflavík hafnaði í öðru sæti.
Keflvíkingar eru að eygja von um að komast beint upp eftir að hafa fallið úr Bestu deildinni í fyrra.
Sigurvegarinn úr þessari viðureign mætir Aftureldingu eða Fjölni í úrslitum.
Leikur dagsins:
Lengjudeild karla - Umspil
16:45 ÍR-Keflavík (ÍR-völlur)
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
                                 
                    
        
         
                                                                        
                        
             
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                 
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
        

