Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   mið 18. september 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kompany með hugarfar sigurvegara - „Tek því ekki persónulega“
Mynd: Bayern München
Mynd: EPA
Margir áhugamenn um fótbolta ráku upp stór augu þegar Bayern München tók þá ákvörðun að ráða belgíska þjálfarann Vincent Kompany í sumar, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa fallið úr ensku úrvalsdeildinni með Burnley, en Bayern sá eitthvað sem margir aðrir sáu ekki.

Kompany er fremur ungur þjálfari. Hann kom Burnley upp úr B-deildinni á síðasta ári, en náði ekki alveg að koma hugmyndafræði sinni áleiðis þegar úrvalsdeildin hófst.

Burnley féll aftur niður um deild. Bayern leitaði að nýjum þjálfara allt sumarið. Kompany var ekki fyrsti kostur, en virðist þó hafa verið rétti kosturinn þegar horft er á úrslitin í byrjun tímabils.

Bayern hefur unnið alla fimm leiki sína í öllum keppnum og síðustu tvo með stæl. Liðið pakkaði Holsten Kiel saman um helgina, 6-1, í þýsku deildinni og fylgdi því á eftir með því að slátra Dinamo Zagreb, 9-2, í Meistaradeild Evrópu í gær.

Þýska félagið fékk mikla gagnrýni þegar það réði Kompany til starfa í sumar, enda með litla reynslu fyrir eins stóran klúbb og Bayern, en hann hefur þaggað niður í gagnrýnisröddum.

„Ég ætla að segja þér eitthvað snöggvast bara til að sanna mál mitt. Ég er fæddur í Brussel og faðir minn var flóttamaður sem kom frá Kongó. Hverjar eru eiginlega líkurnar á því að ég spili í ensku úrvalsdeildinni eða nái að vinna eitthvað sem leikmaður eða að spila fyrir landsliðið? Líkurnar voru eitthvað í kringum 0,000 prósent. Í dag er ég þjálfari.“

„Hættir þú að hafa trú á sjálfum þér og hvað þú getur afrekað út frá því sem fólk segir? Hugarfarið snýst að því að halda áfram og ef það gengur ekki upp þá er það þannig og ef það tekst þá tekst það. Þú getur samt alltaf orðið betri.“

„Það er alltaf hægt að finna eitthvað á netinu þannig ég tek því ekki ekki persónulega,“
sagði Kompany.
Athugasemdir
banner
banner
banner