Keflavík er í góðri stöðu eftir 4-1 sigur á ÍR á ÍR-vellinum í undanúrslitum um sæti í Bestu deildinni næsta sumar.
Það var atvik undir lok leiksins þegar Axel Ingi Jóhannesson leikmaður Keflavíkur kýldi Bergvin Fannar Helgason leikmann ÍR og fékk réttilega rauða spjaldið.
Lestu um leikinn: ÍR 1 - 4 Keflavík
,Axel Ingi reiðir hér hreinlega til höggs og slær til Bergvins!. Ótrúlega heimskulegt! Einfaldlega hárrétt hjá teyminu! Galin ákvörðun hjá Axel í unnum leik," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í textalýsingu Fótbolta.net.
„Dómarinn metur að hann hafi slegið til hans og þá er það réttilega víti og rautt. Minn maður segir að þeir hafi verið að toga í hvorn annan og hann hafi slegið eitthvað frá sér," sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur í viðtali hjá Fótbolta.net eftir leikinn.
Axel fer sjálfkrafa í eins leiks bann og missir af seinni leiknum gegn ÍR. Hann getur talist heppinn ef bannið verður ekki lengra en hætta er á að hann missi af mögulegum úrslitaleik á Laugardalsvelli.
Seinni leikur liðanna fer fram í Keflavík á sunnudaginn. Sjáðu atvikið hér fyrir neðan.