Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. desember 2018 10:13
Magnús Már Einarsson
Nýr stjóri tekur við Man Utd í dag eða á morgun
Carrick stýrir æfingum
Hver tekur við?
Hver tekur við?
Mynd: Getty Images
Manchester United mun ráða stjóra tímabundið út tímabilið á næstu tveimur sólahringum samkvæmt frétt Sky Sports nú rétt í þessu.

Jose Mourinho var rekinn frá Manchester United í morgun og í kjölfarið bárust fréttir af því að Michael Carrick myndi koma úr þjálfaraliðinu og vera knattspyrnustjóri út tímabilið. Enskir fjölmiðlar hafa nú bakkað með þessar fréttir.

Carrick og Kieron McKenna stýra æfingum næstu tvo dagana en samkvæmt nýjustu fréttum Sky mun annar aðili koma í stjórastólinn.

Manchester United ætlar að ráða tímabundinn stjóra út tímabilið áður en stjóri verður ráðinn til lengri tíma næsta sumar.

Næsti leikur Manchester United er gegn Cardiff á útivelli á laugardaginn en liðið er í augnabliki í 6. sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Sjá einnig:
Mourinho rekinn frá Manchester United (Staðfest)
Carrick stýrir æfingum næstu dagana
Nýr stjóri tekur við Man Utd í dag eða á morgun
Twitter um Mourinho - Ég kemst í hátíðarskap
Neville vill að Pochettino taki við Manchester United
Mourinho fær rosalegan starfslokasamning
Pogba birti mynd eftir Mourinho frétt - Eyddi henni strax
Carrick og Zidane líklegastir til Man Utd samkvæmt veðbönkum
Álitsgjafar svara - Hver á að taka við Manchester United?
Athugasemdir
banner
banner