Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. janúar 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Adarabioyo vill vera fyrirliði Man City eftir fimm ár
Adarabioyo hér fyrir miðju.
Adarabioyo hér fyrir miðju.
Mynd: Getty Images
Tosin Adarabioyo, miðvörður sem er á mála hjá Manchester City, er með háleit markmið fyrir næstu ár.

Hinn 22 ára gamli Adarabioyo hefur verið hjá félaginu frá því hann var fimm ára gamall. Hann hefur ekki enn spilað leik í ensku úrvalsdeildinni fyrir félagið.

Hann var á síðasta tímabili á láni hjá West Brom í Championship-deildinni og er núna hjá Blackburn í sömu deild.

Það eru næstum því tvö ár síðan hann lék síðast leik fyrir Manchester City, en hann er þrátt fyrir það ekki búinn að gefa upp vonina á að ná árangri með félaginu.

„Eftir fimm ár þá vil ég vera fyrirliði Manchester City, og vera búinn að vinna ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina," sagði Adarabioyo við Guardian og bætti við: „Það getur klárlega gerst."

„Markmið mitt hefur alltaf verið að komast að hjá City og vera byrjunarliðsmaður þar."
Athugasemdir
banner
banner