Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. janúar 2020 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Ritchie sparkaði hornfánanum í pung stuðningsmanns
Mynd: Getty Images
Newcastle lagði Chelsea að velli í síðasta leik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Staðan var markalaus þar til í uppbótartíma þegar Isaac Hayden stal sigrinum með marki á 94. mínútu.

Gífurleg fagnaðarlæti brutust út og voru leikmenn Newcastle að springa úr gleði. Í fagnaðarlátunum spretti Matt Ritchie að hornfánanum og sparkaði í hann.

Fáninn losnaði og flaug upp í stúku þar sem hann hæfði viðkvæmt svæði á óheppnum stuðningsmanni.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá atvikið og eftirmálann þar sem stuðningsmaður Newcastle heldur sárþjáður um djásnið í stað þess að fagna með félögunum.

Matt Ritchie kicks corner flag into Newcastle fans groin from r/soccer




Athugasemdir
banner
banner