Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. janúar 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Leverkusen fór létt með nýtt Íslendingalið
Kai Havertz batt endahnútinn á sigur Leverkusen.
Kai Havertz batt endahnútinn á sigur Leverkusen.
Mynd: Getty Images
Paderborn 1 - 4 Bayer
0-1 Kevin Volland ('11 )
0-2 Kevin Volland ('14 )
0-3 Julian Baumgartlinger ('36 )
1-3 Dennis Srbeny ('51 )
1-4 Kai Havertz ('75 )

Bayer Leverkusen átti ekki í miklum vandræðum með Paderborn þegar liðin mættust í síðari leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni.

Kevin Volland skoraði tvö mörk með stuttu millibili snemma leiks og gerði Julian Baumgartlinger þriðja markið fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik var 3-0.

Paderborn minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik, en lengra komust þeir ekki. Kai Havertz skoraði fjórða mark Leverkusen þegar stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma.

Samúel Kári Friðjónsson samdi við Paderborn í gær, en hann var ekki með í dag.

Leverkusen er í sjötta sæti deildarinnar með 31 stig, en á botni deildarinnar er Paderborn með 12 stig úr 18 leikjum.

Önnur úrslit:
Þýskaland: Bayern skoraði fjögur í Berlín
Athugasemdir
banner
banner
banner