Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 19. janúar 2021 09:00
Magnús Már Einarsson
Salah vill betri samning hjá Liverpool
Powerade
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með fullt af slúðri í dag. Kíkjum á það!



Leonardo, yfirmaður íþróttamála hjá PSG, segir að félagið vilji fá Lionel Messi (33) þegar samningur hans hjá Barcelona rennur út í sumar. (Sport)

PSG fær að vita í vikunni hvort Dele Alli (24) komi til félagsins frá Tottenham eða ekki. (Mirror)

Mohmaed Salah (28) hefur gefið í skyn að hann vilji betri samning hjá Liverpool. Núverandi samningur rennur út árið 2023 en Liverpool er ekki með áætlanir um að bjóða Salah nýjan samning í augnablikinu. (Mail)

Jesse Lingard (28) vill fara frá Manchester United á láni en hann hefur verið orðaður við Tottenham, West Ham, Marseille, Inter og fleiri félög. Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, er ekki viss um að leyfa Lingard að fara. (ESPN)

Ralph Hasenhuttl, stjóri Sotuhampton, segir að lífið haldi áfram ef félagið getur ekki gert nýjan samning við Danny Ings (28) og hann fer annað í sumar. (Mirror)

Arsenal þyrfti að borga 50 milljónir punda til að fá argentínska miðjumanninn Emiliano Buendia (24) frá Norwich. (Sky Sports)

Leicester ætlar að berjast við Arsenal, Roma og AC Milan um Otavio (25) miðjumann Porto en hann verður samningslaus í sumar. (Leicester Mercury)

Mbaye Diagne (29) framherji Galatasaray er á óskalista WBA. (Express & Star)

Sam Allardyce, stjóri WBA, hefur hins vegar ekki áhuga á Andy Carrolll (32) framherja Newcastle. (Talksport)

AC Milan og West Ham hafa spurst fyrir um Junior Firpo (24) vinstri bakvörð Barcelona. (ESPN)

Jadon Sancho (20) fer líklega ekki frá Borussia Dortmund í þessum mánuði en hann gæti fært sig um set í sumar. (Sky Sports)

Inter hefur náð samkomulagi við Udinese um að fá miðjumanninn Rodrigo de Paul (26) en hann var áður orðaður við Liverpool og Leeds. (Tuttosport)

Fulham reyndi að fá framherjann Moussa Dembele (24) frá Lyon áður en hann gekk í raðir Atletico Madrid í síðustu viku. (Football Insider)

Crystal Palace er að íhuga tilboð í Jean-Philippe Mateta (23) framherja Metz. (Independent)

Vladimir Ivic, fyrrum stjóri Watford, er líklegastur til að taka við Sheffield Wednesday. Darren Moore, stjóri Doncaster Rovers, kemur einnig til greina. (Mail)

Nokkur félög eru að skoða Marcel Lewis (19) miðjumann Chelsea en hann verður samningslaus í sumar. (Football Insider)

Enska úrvalsdeildin verður fyrsta keppnin til að leyfa auka skiptingar vegna höfuðhögga en stefnt er á að byrja á því strax í næstu viku. (Times)

Manchester United vonast ennþá til að Donny van de Beek (23) muni ná að slá í gegn hjá félaginu en þetta segir Edwin van der Sar, fyrrum markvörður United og núverandi framkvæmdastjóri Ajax. (Manchester Evening News)

Manchester United gæti lánað miðjumanninn Dylan Levitt (20) og miðvörðinn Teden Mengi (18). (Manchester Evening News)

Möguleiki er á að stór hluti EM í sumar fari fram á Wembley ef að bólusetning gengur vel á Englandi. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner