Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 19. febrúar 2019 10:00
Elvar Geir Magnússon
Shearer: Solskjær á mikið lof skilið fyrir taktík og leikstíl
Alan Shearer (til vinstri).
Alan Shearer (til vinstri).
Mynd: Getty Images
„Það er of mikil einföldun að segja að hann hafi bara fengið menn til að brosa aftur. Það er miklu meiri vinna að baki en það. Manchester United er í raun mjög nálægt því að verða mjög gott lið. Ég tel að þeir séu tveimur eða þremur leikmönnum frá því að berjast á toppnum," segir Alan Shearer um upprisu United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.

Hann segir að sá norski eigi að fá meira hrósa fyrir taktík og leikstíl sinn.

Shearer var að fara yfir leikinn á BBC en með honum var Phil Neville sem segir að Solskjær hafi framkvæmt meistaraverk með því hvernig hann hefur unnið með Ander Herrera.

„Ég tel að hann sé leiðtogi í klefanum. Mourinho notaði hann ekki mjög mikið en að mínu mati var hann besti maður vallarins gegn Chelsea," segir Neville.

Manchester United hefur unnið 11 af 13 leikjum undir stjórn Solskjær en liðið mun mæta Wolves í næstu umferð í bikarnum. Dregið var eftir sigurinn gegn Chelsea í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner